Enski boltinn

Marcos Senna orðaður við Swansea

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Senna hefur spilað 28 landsleiki fyrir Spán
Senna hefur spilað 28 landsleiki fyrir Spán Mynd/Getty Images
Spænski miðjumaðurinn Marcos Senna er nú orðaður við nýliða Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Senna sem er af brasilískum uppruna hefur spilað með Villareal á Spáni undanfarin ár. Samningur hans við félagið rann nýverið út og verður ekki endurnýjaður.

Umboðsmaður Senna staðfesti þetta við Sky fréttastofuna í dag. Að sögn hans ræddu þeir við Brendan Rogers knattspyrnustjóra Swansea sem lýsti yfir áhuga sínum á Senna.

Umboðsmaðurinn segir Senna spenntan fyrir því að spila á Englandi og að Swansea sé afar áhugaverður kostur fyrir hann.

Fyrr í vikunni hafði Swansea verið orðað við Eið Smára Guðjohnsen en framtíð íslenska landsliðsmannsins hans er í óvissu. Brendan Rogers, var í þjálfarateymi Chelsea á þeim tíma sem Eiður Smári lék með liðinu.

Ljóst er að Swansea reynir eftir fremsta megni að styrkja lið sitt fyrir átökin á komandi tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×