Button vann dramatíska keppni í Kanada 13. júní 2011 00:04 Jenson Button fagnar sigri í Kanada í dag. AP mynd: The Canadian Press/Paul Chiasson Bretinn Jenson Button hjá McLaren vann tilþrifamikla keppni í Formúlu 1 mótinu í Montreal í dag, en hann komst framúr Sebastian Vettel hjá Red Bull í síðasta hring. Miklar tafir urðu á mótinu vegna rigningar og fóru ökumenn úr bílum sínum um tíma vegna þessa. Keppnin ræsti af stað fyrir aftan öryggisbílinn í upphafi og Vettel náði forystu í mótinu og réði lögum og lofum til að byrja með samkvæmt frétt á autosport.com. Keppnin var ræst af stað fyrir aftan öryggisbílinn, þar sem brautin þótti of blaut. Þegar allt var komið af stað lentu Button og Lewis Hamilton hjá McLaren í samstuði og Hamilton féll úr leik, eftir að hafa skollið á vegg, en Button náði að halda áfram. Button varð að láta lagfæra bílinn og féll í tólfta sæti. Keppnin var endurræst í tólfta hring, fyrir aftan öryggisbílinn og Vettel var á undan Fernando Alonso hvað fyrsta sætið varðar og Felipe Massa á samskonar Ferrari og Alonso fyrir aftan. Button fékk akstursvíti fyrir að hafa keyra of hratt fyrir aftan öryggisbílinn og féll í 14 sæti, en hann hafði þá skipt af grófum regndekkjum yfir á venjuleg regndekk. Vettel var í forystunni og öryggisbíllinn var enn kallaður út, í þriðja skipti. Vettel nýtti færið og skipti á gróf regndekk vegna vatnsveðursins og fleiri skiptu um dekk og Vettel náði forystunni á ný og ók á eftir öryggisbílnum og kvartaði yfir aðstæðum. Keppnin var síðan stöðvuð um tíma vegna vatnselgs á brautinni í 25 hring. Nærri tveimur tímum eftir að hún var stöðvuð fór allt í gang á ný. Öryggisbíllinn ók á undan keppendum í níu hringi og Vettel var fremstur og Kobayashi annar. Ökumenn skiptu síðan á venjuleg regndekk þegar aðstæður bötnuðu, en Button og Alonso lentu í árekstri og enn var öryggisbíllinn kallaður út. Alonso féll úr leik en Button hélt áfram, en þurfti að skipta um sprungið dekk. Í fjórða skipti var öryggisbillinn kallaður út og Button var fallinn í síðasta sæti. Keppnin fór í gang á ný 41 hring og Vettel var með sex sekúndu forskot í 50 hring, þegar 20 hringir voru eftir. Í 53 hring setti Vettel þurrdekk undir bílinn og var enn í forystu. Þegar 13 hringir voru eftir var Vettel enn fyrstur, en öryggisbíllinn var kallaður út í fimmta skipti og í þetta skiptið vegna óhapps í brautinni. Þegar níu hringir voru eftir var keppnin enn sett af stað. Þá var Vettel fremstur, en Michael Schumacher á Mercedes annar og Mark Webber þriðji á Red Bull. Webber reyndi framúrakstur á Schumacher, en mistókst og Button komst í þriðja sætið og hann náði svo öðru sætinu af Schumacher þegar fimm hringir voru eftir. Þegar þrír hringir voru eftir náði Webber þriðja sætinu af Schumacher og Button smeygði sér framhjá Vettel í síðasta hring, þegar Vettel gerði mistök. Button kom fyrstur í endamark og vann þannig sinn fyrsta sigur á árinu, en Vettel náði öðru sæti og Webber því þriðja. Vettel er nú með 161 stig í stigamóti ökumanna, en Button er annar með 101, Webber 94, Hamilton 85 og Alonso 69. Formúla Íþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bretinn Jenson Button hjá McLaren vann tilþrifamikla keppni í Formúlu 1 mótinu í Montreal í dag, en hann komst framúr Sebastian Vettel hjá Red Bull í síðasta hring. Miklar tafir urðu á mótinu vegna rigningar og fóru ökumenn úr bílum sínum um tíma vegna þessa. Keppnin ræsti af stað fyrir aftan öryggisbílinn í upphafi og Vettel náði forystu í mótinu og réði lögum og lofum til að byrja með samkvæmt frétt á autosport.com. Keppnin var ræst af stað fyrir aftan öryggisbílinn, þar sem brautin þótti of blaut. Þegar allt var komið af stað lentu Button og Lewis Hamilton hjá McLaren í samstuði og Hamilton féll úr leik, eftir að hafa skollið á vegg, en Button náði að halda áfram. Button varð að láta lagfæra bílinn og féll í tólfta sæti. Keppnin var endurræst í tólfta hring, fyrir aftan öryggisbílinn og Vettel var á undan Fernando Alonso hvað fyrsta sætið varðar og Felipe Massa á samskonar Ferrari og Alonso fyrir aftan. Button fékk akstursvíti fyrir að hafa keyra of hratt fyrir aftan öryggisbílinn og féll í 14 sæti, en hann hafði þá skipt af grófum regndekkjum yfir á venjuleg regndekk. Vettel var í forystunni og öryggisbíllinn var enn kallaður út, í þriðja skipti. Vettel nýtti færið og skipti á gróf regndekk vegna vatnsveðursins og fleiri skiptu um dekk og Vettel náði forystunni á ný og ók á eftir öryggisbílnum og kvartaði yfir aðstæðum. Keppnin var síðan stöðvuð um tíma vegna vatnselgs á brautinni í 25 hring. Nærri tveimur tímum eftir að hún var stöðvuð fór allt í gang á ný. Öryggisbíllinn ók á undan keppendum í níu hringi og Vettel var fremstur og Kobayashi annar. Ökumenn skiptu síðan á venjuleg regndekk þegar aðstæður bötnuðu, en Button og Alonso lentu í árekstri og enn var öryggisbíllinn kallaður út. Alonso féll úr leik en Button hélt áfram, en þurfti að skipta um sprungið dekk. Í fjórða skipti var öryggisbillinn kallaður út og Button var fallinn í síðasta sæti. Keppnin fór í gang á ný 41 hring og Vettel var með sex sekúndu forskot í 50 hring, þegar 20 hringir voru eftir. Í 53 hring setti Vettel þurrdekk undir bílinn og var enn í forystu. Þegar 13 hringir voru eftir var Vettel enn fyrstur, en öryggisbíllinn var kallaður út í fimmta skipti og í þetta skiptið vegna óhapps í brautinni. Þegar níu hringir voru eftir var keppnin enn sett af stað. Þá var Vettel fremstur, en Michael Schumacher á Mercedes annar og Mark Webber þriðji á Red Bull. Webber reyndi framúrakstur á Schumacher, en mistókst og Button komst í þriðja sætið og hann náði svo öðru sætinu af Schumacher þegar fimm hringir voru eftir. Þegar þrír hringir voru eftir náði Webber þriðja sætinu af Schumacher og Button smeygði sér framhjá Vettel í síðasta hring, þegar Vettel gerði mistök. Button kom fyrstur í endamark og vann þannig sinn fyrsta sigur á árinu, en Vettel náði öðru sæti og Webber því þriðja. Vettel er nú með 161 stig í stigamóti ökumanna, en Button er annar með 101, Webber 94, Hamilton 85 og Alonso 69.
Formúla Íþróttir Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira