Landsdómsumræða gerir lítið úr fórnarlömbum Stalíns 16. júní 2011 09:48 Hafsteinn Þór Hauksson, lektor. „Málflutningur af þessu tagi er ekki einungis til þess fallinn að ofurdramatísera Landsdómsmálið, heldur gerir auðvitað um leið lítið úr þjáningum og örvæntingu fórnarlamba Stalíns. Samlíking réttarhaldanna yfir Geir við sovésku sýndarréttarhöldin er því ekki bara ósanngjörn heldur einnig smekklaus,“ skrifar Hafsteinn Þór Hauksson, lektor, um samlíkingu Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ritstjóra og dómsmálaráðherra þar sem hann líkti réttarhöldunum yfir Geir við sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum sálugu. Hafsteinn Þór, sem er lektor í almennri lögfræði og réttarheimspeki við HÍ, frábiður sér slíka umræðu um Landsdómsmálið en áréttar að hann sé ekki að lýsa yfir stuðningi við þá fordæmalausu ákvörðun meirihluta Alþingis að draga Geir H. Haarde, einn manna, fyrir Landsdóm. Hafsteinn skrifar í grein sinni að sýndarréttarhöldin, sem Þorsteinn líkir Landsdómsmálinu við, séu í raun svo ólík að dæmið sé til þess fallið að afvegaleiða þjóðfélagsumræðuna á Íslandi, sem er nógu eitruð af persónuníði og gífuryrðum að mati Hafsteins. Svo skrifar Hafsteinn: „Þessar stuttu hugleiðingar nægja okkur til að sjá hversu ósanngjarnt það er að líkja réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde við pólitísk réttarhöld á Stalínstímanum. Svo ekki sé talað um samlíkingu Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns og prófessors, þegar hann leyfði sér að líkja saksóknara Alþingis við Lavrentí Bería, mann sem leiddi saklausa menn, konur og börn í dauðann í Sovétríkjunum sálugu.“ Svo bætir Hafsteinn við: „Allt það góða fólk sem sinnir störfum í þágu grunnstofnana íslenska réttarkerfisins á heimtingu á því að um það sé fjallað af sanngirni og ekki grafið undan störfum þess með ómaklegum hætti.“ Hægt er að lesa grein Hafsteins hér fyrir neðan. Landsdómur Tengdar fréttir Landsdómur og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur Landsdómur þingfest mál Alþingis gegn ráðherra. 16. júní 2011 09:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
„Málflutningur af þessu tagi er ekki einungis til þess fallinn að ofurdramatísera Landsdómsmálið, heldur gerir auðvitað um leið lítið úr þjáningum og örvæntingu fórnarlamba Stalíns. Samlíking réttarhaldanna yfir Geir við sovésku sýndarréttarhöldin er því ekki bara ósanngjörn heldur einnig smekklaus,“ skrifar Hafsteinn Þór Hauksson, lektor, um samlíkingu Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ritstjóra og dómsmálaráðherra þar sem hann líkti réttarhöldunum yfir Geir við sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum sálugu. Hafsteinn Þór, sem er lektor í almennri lögfræði og réttarheimspeki við HÍ, frábiður sér slíka umræðu um Landsdómsmálið en áréttar að hann sé ekki að lýsa yfir stuðningi við þá fordæmalausu ákvörðun meirihluta Alþingis að draga Geir H. Haarde, einn manna, fyrir Landsdóm. Hafsteinn skrifar í grein sinni að sýndarréttarhöldin, sem Þorsteinn líkir Landsdómsmálinu við, séu í raun svo ólík að dæmið sé til þess fallið að afvegaleiða þjóðfélagsumræðuna á Íslandi, sem er nógu eitruð af persónuníði og gífuryrðum að mati Hafsteins. Svo skrifar Hafsteinn: „Þessar stuttu hugleiðingar nægja okkur til að sjá hversu ósanngjarnt það er að líkja réttarhöldunum yfir Geir H. Haarde við pólitísk réttarhöld á Stalínstímanum. Svo ekki sé talað um samlíkingu Tryggva Þórs Herbertssonar, þingmanns og prófessors, þegar hann leyfði sér að líkja saksóknara Alþingis við Lavrentí Bería, mann sem leiddi saklausa menn, konur og börn í dauðann í Sovétríkjunum sálugu.“ Svo bætir Hafsteinn við: „Allt það góða fólk sem sinnir störfum í þágu grunnstofnana íslenska réttarkerfisins á heimtingu á því að um það sé fjallað af sanngirni og ekki grafið undan störfum þess með ómaklegum hætti.“ Hægt er að lesa grein Hafsteins hér fyrir neðan.
Landsdómur Tengdar fréttir Landsdómur og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur Landsdómur þingfest mál Alþingis gegn ráðherra. 16. júní 2011 09:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Sjá meira
Landsdómur og sýndarréttarhöldin í Sovétríkjunum Í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins hefur Landsdómur þingfest mál Alþingis gegn ráðherra. 16. júní 2011 09:30