Íslenski boltinn

Þórhildur: Ekkert leiðinlegt að skoða töfluna núna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórhildur Ólafsdóttir, fyrirliði ÍBV, var að sjálfsögðu mjög sátt eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavogi í kvöld en eftir leikinn eru nýliðarnir með fullt hús á toppnum eftir þrjár umferðir.

„Við stóðum okkur mjög vel í kvöld, gerðum okkar besta og það skilaði sér," sagði Þórhildur Ólafsdóttir, fyrirliði ÍBV-liðsins.

„Þegar við lögðum af stað í mótið þá vissum við ekkert hvar við stæðum almennilega í deildinni. Við erum nýliðar í deildinni þannig að þetta er glæsileg byrjun," sagði Þórhildur en hvað leggur gruninn að þessari frábæru byrjun?

„Það eru stífar æfingar og hópurinn er að ná rosalega vel saman. Það skiptir miklu máli að liðið nái vel saman," sagði Þórhildur sem hefur ekki neinar áhyggjur af því að liðið haldi ekki haus.

„Eftir hvern leik þarfmaður að ná sérniður á jörðina og byrja að hugsa um næsta leik. Þá skiptir leikurinn þar á undan engu máli," sagði Þórhildur en hún viðurkenndi að endirinn á fyrri hálfleik hafi ekki verið góður.

 „Við slökuðum aðeins á í lok fyrri hálfleiks en í seinni hálfleiknum tókum við okkur á og komum brjálaðar til leiks. Það skilaði sér og við skoruðum," sagði Þórhildur.

„Við erum á toppnum og það er ekkert leiðinlegt að skoða töfluna núna," sagði Þórhildur en það smá sjá allt viðtalið með því að smella hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×