Atli Gíslason: Virði skoðanir Geirs en er ósammála honum Boði Logason skrifar 6. júní 2011 20:03 Atli Gíslason Atli Gíslason, þingmaður utan þingflokks á Alþingi, segist virða skoðanir Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra en sé ósammála honum. Þingfesting í máli Alþingis gegn honum fer fram á morgun fyrir Landsdómi. Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag að Atli, ásamt Steingrími J. Sigfússyni og Ögmundi Jónassyni, bæru höfuðábyrgð á réttarhöldunum gegn sér, sem hann sagði að væru fyrstu pólitísku réttarhöldin Íslandi. "Ég virði skoðanir Geirs [Haarde, innsk.blm.], en ég er ósammála honum," segir Atli. „Ég lít svo á að nefndin [þingmannanefndin innsk.blm.] hafi tekið faglega ákvörðun, það eru skiptar skoðanir um það. Við fengum mjög færa lögvísindamenn til að ráðleggja okkur í þessari nefnd og ég taldi mig skila faglegri niðurstöðu," segir Atli. „Að þetta séu pólitísk réttarhöld, ég er bara ósammála þeim ummælum," segir Atli. Á fundinum í dag sagði Geir að einhverjir þeirra sem bæru höfuðábyrgð á ákærunni virtust vera komnir með bakþanka. Steingrímur hefði sagt í norsku blaði að hann teldi það rangt að Geir yrði einn ákærður fyrir landsdómi. Svipað hafi Atli sagt í viðtali við Fréttablaðið. „Þetta er bæði ósvífni og hræsni. Báðir þessir menn gátu - alveg eins og mannréttindaráðherrann og aðrir þingmenn sem greitt höfðu atkvæði með ákæru - stöðvað málið á Alþingi eftir að ljóst var orðið að búið væri að fella nöfn þriggja einstaklinga út úr tillögunni. Við lokaatkvæðagreiðslu um tillöguna svo breytta, greiddu þeir hins vegar beinlínis atkvæði með því að ákæra aðeins einn mann," sagði Geir í dag. „Í ljósi alls þessa má segja að það fari ekki illa á því að það skuli vera þeir Atli Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson ásamt fylgdarliði sem ábyrgð bera á fyrstu pólitísku réttarhöldunum á Íslandi," sagði Geir ennfremur. Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Atli Gíslason, þingmaður utan þingflokks á Alþingi, segist virða skoðanir Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra en sé ósammála honum. Þingfesting í máli Alþingis gegn honum fer fram á morgun fyrir Landsdómi. Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á blaðamannafundi í dag að Atli, ásamt Steingrími J. Sigfússyni og Ögmundi Jónassyni, bæru höfuðábyrgð á réttarhöldunum gegn sér, sem hann sagði að væru fyrstu pólitísku réttarhöldin Íslandi. "Ég virði skoðanir Geirs [Haarde, innsk.blm.], en ég er ósammála honum," segir Atli. „Ég lít svo á að nefndin [þingmannanefndin innsk.blm.] hafi tekið faglega ákvörðun, það eru skiptar skoðanir um það. Við fengum mjög færa lögvísindamenn til að ráðleggja okkur í þessari nefnd og ég taldi mig skila faglegri niðurstöðu," segir Atli. „Að þetta séu pólitísk réttarhöld, ég er bara ósammála þeim ummælum," segir Atli. Á fundinum í dag sagði Geir að einhverjir þeirra sem bæru höfuðábyrgð á ákærunni virtust vera komnir með bakþanka. Steingrímur hefði sagt í norsku blaði að hann teldi það rangt að Geir yrði einn ákærður fyrir landsdómi. Svipað hafi Atli sagt í viðtali við Fréttablaðið. „Þetta er bæði ósvífni og hræsni. Báðir þessir menn gátu - alveg eins og mannréttindaráðherrann og aðrir þingmenn sem greitt höfðu atkvæði með ákæru - stöðvað málið á Alþingi eftir að ljóst var orðið að búið væri að fella nöfn þriggja einstaklinga út úr tillögunni. Við lokaatkvæðagreiðslu um tillöguna svo breytta, greiddu þeir hins vegar beinlínis atkvæði með því að ákæra aðeins einn mann," sagði Geir í dag. „Í ljósi alls þessa má segja að það fari ekki illa á því að það skuli vera þeir Atli Gíslason, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson ásamt fylgdarliði sem ábyrgð bera á fyrstu pólitísku réttarhöldunum á Íslandi," sagði Geir ennfremur.
Landsdómur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira