Stuðningsmenn Geirs borga salinn í Hörpu - fá engan afslátt Erla Hlynsdóttir skrifar 7. júní 2011 11:46 Geir Haarde hittir stuðningsmenn sína í Hörpu klukkan fimm Pétur J. Eiríksson, einn þriggja ábyrgðarmanna fjársöfnunar fyrir málsvörn Geirs H. Haarde, er stjórnarformaður Portusar sem rekur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu. Fundur Geirs með stuðningsmönnum hans síðar í dag verður haldinn í Hörpu, nánar tiltekið í Norðurljósasalnum. „Vegna veru minnar hér munum við ekki óska eftir neinum afslætti," segir Pétur og því verði greitt listaverð, ríflega 270 þúsund krónur, fyrir salinn. Pétur segir ennfremur að það séu stuðningsmenn Geirs sem borgi leiguna. „Við vorum búin að panta á Hótel Loftleiðum," segir Pétur. Þar stóð til að Geir hitti stuðningsmenn sína eftir að ákæra á hendur honum verður þingfest fyrir landsdómi síðdegis. Pétur segir að þar hafi verið búið að panta 110 manna sal. Fjársöfnun fyrir Geir fer fram á síðunni Malsvorn.is , en megintilgangurinn „er að safna fé til að standa straum af kostnaði við málsvörnina og tryggja að hann standi sem næst jafnfætis ríkisvaldinu í málsvörn sinni," eins og það er orðað á síðunni. Síðan var stofnuð um helgina og í gær, mánudag, tók undirskriftasöfnunin stóran kipp og um miðjan dag höfðu yfir þúsund manns skráð sig sem stuðningsmenn Geirs. Pétur segir að í gær hafi forsvarsmenn stuðningsmannahópsins því metið stöðuna þannig að salurinn á Hótel Loftleiðum væru of lítill. „Ég fékk Önnu Kristínu Traustadóttur til að annast pöntunina hér," segir Pétur, og á þar við salinn í Hörpu. Norðurljósasalurinn rúmar 400 manns. Spurður hvort greitt hafi verið staðfestingargjald fyrir salinn, og hvort hann verði að fullu greiddur fyrir fundinn segist Pétur ekki vera með reglur um pantanir fundarsala á hreinu. „Ég er samt viss um að þetta er allt eftir bókinni," segir hann. Þegar þessar línur eru skrifaðar hafa tæplega 3000 manns skráð sig á stuðningsmannasíðu Geirs. Landsdómur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira
Pétur J. Eiríksson, einn þriggja ábyrgðarmanna fjársöfnunar fyrir málsvörn Geirs H. Haarde, er stjórnarformaður Portusar sem rekur tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu. Fundur Geirs með stuðningsmönnum hans síðar í dag verður haldinn í Hörpu, nánar tiltekið í Norðurljósasalnum. „Vegna veru minnar hér munum við ekki óska eftir neinum afslætti," segir Pétur og því verði greitt listaverð, ríflega 270 þúsund krónur, fyrir salinn. Pétur segir ennfremur að það séu stuðningsmenn Geirs sem borgi leiguna. „Við vorum búin að panta á Hótel Loftleiðum," segir Pétur. Þar stóð til að Geir hitti stuðningsmenn sína eftir að ákæra á hendur honum verður þingfest fyrir landsdómi síðdegis. Pétur segir að þar hafi verið búið að panta 110 manna sal. Fjársöfnun fyrir Geir fer fram á síðunni Malsvorn.is , en megintilgangurinn „er að safna fé til að standa straum af kostnaði við málsvörnina og tryggja að hann standi sem næst jafnfætis ríkisvaldinu í málsvörn sinni," eins og það er orðað á síðunni. Síðan var stofnuð um helgina og í gær, mánudag, tók undirskriftasöfnunin stóran kipp og um miðjan dag höfðu yfir þúsund manns skráð sig sem stuðningsmenn Geirs. Pétur segir að í gær hafi forsvarsmenn stuðningsmannahópsins því metið stöðuna þannig að salurinn á Hótel Loftleiðum væru of lítill. „Ég fékk Önnu Kristínu Traustadóttur til að annast pöntunina hér," segir Pétur, og á þar við salinn í Hörpu. Norðurljósasalurinn rúmar 400 manns. Spurður hvort greitt hafi verið staðfestingargjald fyrir salinn, og hvort hann verði að fullu greiddur fyrir fundinn segist Pétur ekki vera með reglur um pantanir fundarsala á hreinu. „Ég er samt viss um að þetta er allt eftir bókinni," segir hann. Þegar þessar línur eru skrifaðar hafa tæplega 3000 manns skráð sig á stuðningsmannasíðu Geirs.
Landsdómur Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Sjá meira