Steindi Jr. mætir í Vasadiskó Birgir Örn Steinarsson skrifar 27. maí 2011 08:58 Grínistinn Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., verður gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó á X-inu 977 á sunnudag. Hann mætir í liðinn "Selebb Shuffle" þar sem þekktir einstaklingar koma með mp3 tónlistarsafnið sitt og setja á Shuffle. Hver og einn verður svo að bera ábyrgð á því efni sem þar kemur fram. Steindi segir að von sé á "alls konar rugli" úr mp3 spilaranum sínum en víst er að áhugasamir geta fengið vísbendingar um tónlistarsmekk þessa vinsæla grínara. Hann undirbýr nú útgáfu sinnar fyrstu breiðskífu (samansafn laganna úr þáttunum) og hver veit nema eitthvað óútgefið eða óheyrt efni frá honum leki óvænt út í loftbylgjurnar eins og hefur ítrekað gerst í þessum lið. Þátturinn á sunnudaginn verður stútfullur af nýju íslensku efni. Snorri Helgason frumflytur tvö lög af væntanlegri breiðskífu sinni sem kemur út í sumar. Hann verður einnig á línunni frá London þar sem hann býr og starfar. Einnig verður leikið nýtt stöff frá Prins Póló, Our Lives og Gus Gus auk glás af efni frá erlendum listamönnum. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Grínistinn Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., verður gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó á X-inu 977 á sunnudag. Hann mætir í liðinn "Selebb Shuffle" þar sem þekktir einstaklingar koma með mp3 tónlistarsafnið sitt og setja á Shuffle. Hver og einn verður svo að bera ábyrgð á því efni sem þar kemur fram. Steindi segir að von sé á "alls konar rugli" úr mp3 spilaranum sínum en víst er að áhugasamir geta fengið vísbendingar um tónlistarsmekk þessa vinsæla grínara. Hann undirbýr nú útgáfu sinnar fyrstu breiðskífu (samansafn laganna úr þáttunum) og hver veit nema eitthvað óútgefið eða óheyrt efni frá honum leki óvænt út í loftbylgjurnar eins og hefur ítrekað gerst í þessum lið. Þátturinn á sunnudaginn verður stútfullur af nýju íslensku efni. Snorri Helgason frumflytur tvö lög af væntanlegri breiðskífu sinni sem kemur út í sumar. Hann verður einnig á línunni frá London þar sem hann býr og starfar. Einnig verður leikið nýtt stöff frá Prins Póló, Our Lives og Gus Gus auk glás af efni frá erlendum listamönnum. Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira