Tíska og hönnun

Töff hús fyrir töffara

Þetta mínímalíska 500 fermetra 6 herbergja einbýlishús var byggt fyrir fjölskyldu í Tel Aviv í Ísrael fyrir tveimum árum. Það var arkítektinn Axelrod sem hannaði þetta nútímalega töffarahús sem hann kallar eHouse.

Húsið er hannað út frá hugsjónum mínimalistans um að ekkert óþarfa skreyti eigi rétt á sér og allar hugmyndir þurfi að hafa notagildi en ekki bara fagurfræðilegan tilgang. Húsið er sjónsteypt með stórum gluggum sem hafa búnað sem gera það að verkum að hægt er að renna þeim til hliðar þannig að sú hlið sem snýr að garðinum opnast að mestu. Þannig getur stofan orðið sameiginlegur hluti af garðinu í einu opnu rými.

Sumum kann að þykja mikil notkun glers og hrárrar steypu í innri rýmum hússins vera kuldaleg. Upplifunin er þó líklega önnur á þessum slóðum þar sem veðrið er oftast stöðugt og gott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×