Tíska og hönnun

Flott fyrir sumarið - Hrafnhildur Hólmgeirs

Gallajakki frá Aftur 75.000 kr. Kjóll frá Pleasure Principle, fæst í Aftur 43.000 kr. Samfestingur frá Siggu Mæju Verð fæst uppgefið hjá hönnuði.
Gallajakki frá Aftur 75.000 kr. Kjóll frá Pleasure Principle, fæst í Aftur 43.000 kr. Samfestingur frá Siggu Mæju Verð fæst uppgefið hjá hönnuði.
Í síðustu viku fengu landsmenn loks svolítið sumarveður og vakti það upp þrána eftir betri tíð með blóm í haga. Borgarbúar tóku sólinni fagnandi og dregið fram stuttbuxur, sandala og ermalausa kjóla henni til heiðurs.

Sé einhver í vafa um hvað sé heitt í tískunni í sumar þarf ekki að örvænta mikið lengur því Föstudagur leitaði til þriggja landsþekktra stílista og fékk þá til að deila því með lesendum hvað þarf að eignast fyrir sumarið.- sm

Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir
Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir.
Hvað verður heitast í sumartískunni?

Ég er heitust fyrir síðum kjólum og síðum pilsum. Bleiserum, þröngum stuttum kjólum og bara persónulegum stíl. Mestu máli skiptir hvað klæðir mann vel. Hverri konu er nauðsynlegt að eiga vel gerða og fallega skó, tösku og sólgleraugu.

Hvað telur þú nauðsynlegt að eiga fyrir sumarið og af hverju?

Góða sólarvörn, af því að öll brúnka er bruni. Tjald, af því að það er frábært að tjalda á Íslandi. Síðan kjól, sólgleraugu og fullt af höttum. Gott ilmvatn er líka algjör nauðsyn.

Hvaða vor/sumarlínu ert þú hrifnust af?

Alexander McQueen, Ann Demulemeester, Givency, Haider Ackerman, Comme des Garcons og Yohji Yamamoto. Þetta eru hönnuðir sem mér finnst alltaf samkvæmir sjálfum sér og höfða mest til mín. Og mig langar í allar vorlínurnar þeirra. Núna!








Fleiri fréttir

Sjá meira


×