Íslenski boltinn

Heimir: Gaman í lokin

Henry Birgir Gunnarsson í Vestmannaeyjum skrifar
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, segir að það hafi verið kærkomin tilbreyting að vinna fyrsta leik á Íslandsmóti en það hefur ekki gengið vel síðustu ár.

"Þetta er svona deja vu. Fyrsti leikur Íslandsmótsins á móti Fram og hann er hundleiðinlegur en það var gaman í lokin," sagði Heimir og glotti.

"Þetta var ekkert sérstakur leikur og við vorum betri í seinni hálfleik sem var skrítið. Framarar fengu ekki mörg færi og þar höfðum við yfirhöndina.

"Mér fannst vanta bit í okkar sóknarleik og við vorum mjög óánægðir með fyrri hálfleikinn þar sem enginn var að standa sig vel. Strákarnir tóku sig á fyrir seinni hálfleikinn og ég var hissa á hversu mikið við fengum að halda boltanum i síðari hálfleik," sagði Heimir sem hrósaði Tryggva.

"Hann er seigur. Þetta var þröngt færi. Eitt stig hefði verið í lagi í kvöld því við erum vanir að tapa. Það er gott að fá þrjú stig til tilbreytingar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×