Íslenski boltinn

Pepsimörkin: Markasúpa gærkvöldsins krydduð með Skálmöld

Fyrstu umferð Pepsi-deildar karla lauk í gær með tveimur leikjum þar sem að KR-ingar lögðu Íslandsmeistaralið Breiðabliks, 3-2. Víkingar unnu Þór 2-0. Öll mörkin má sjá hér í markasúpunni sem sýnd var í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport í gær - og súpan er krydduð með tónlist frá hljómsveitinni Skálmöld.

Í tengdum greinum hér fyrir neðan má skoða þá umfjöllun sem verið hefur undanfarna daga á visir.is um Pepsideildina og er af nógu að taka.


Tengdar fréttir

Tryggvi með þrettán mörk í ellefu leikjum í 1. umferð

Tryggvi Guðmundsson skoraði sigurmark ÍBV á móti Fram í 1. umferð Pepsi-deildar karla í gær en þetta mikilvæga mark hans kom á þriðju mínútu í uppbótartíma. Þetta er langt frá því að vera fyrsta Íslandsmótið hjá Tryggva þar sem hann er á skotskónum í 1. umferð.

Arnar Már: Áttum meira skilið

Arnar Már Björgvinsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir Breiðablik í efstu deild í kvöld og stóð sig vel. Var ógnandi og fiskaði vítaspyrnu.

Umfjöllun: Gömlu refirnir kláruðu Þórsara

Nýliðarnir Víkingur og Þór mættust í fyrstu umferð Pepsídeildarinnar á Víkingsvelli í gærkvöldi. Víkingar höfðu 2-0 sigur með marki í hvorum hálfleik. Það var lítið sem skildi að liðin nema þó markheppni gömlu refanna í liði þeirra rauðsvörtu úr Fossvoginum.

Willum Þór: Þetta féll okkar megin

Willum Þór Þórsson var sáttur með lærisveina sina í Keflavíkurliðinu eftir 4-2 sigur á Stjörnunni. Bjarni Jóhannsson hafði í samtali við blaðamann lýst yfir óánægju sinni með nokkrar veigamiklar ákvarðanir dómarans í leiknum og hafði Willum þetta að segja.

Umfjöllun: KR skellti Íslandsmeisturunum

Kjartan Henry Finnbogason var stjarna leiks Breiðabliks og KR í kvöld. Hann skoraði tvö mörk, lék vel og fékk þess utan dæmt á sig víti. Það kom ekki að sök því KR vann leikinn, 2-3.

Heimir: Gaman í lokin

Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, segir að það hafi verið kærkomin tilbreyting að vinna fyrsta leik á Íslandsmóti en það hefur ekki gengið vel síðustu ár.

Tryggvi Guðmunds sprangar á leikdegi

Hinn afar hressi sóknarmaður ÍBV, Tryggvi Guðmundsson, var í miklu stuði þegar Vísir hitti á hann í Vestmannaeyjum þremur tímum fyrir leik ÍBV og Fram í Pepsi-deild karla sem er opnunarleikur deildarinnar í ár.

Markaveisla úr Pepsi-mörkunum í gærkvöldi

Pepsi-deild karla fór af stað í gærkvöldi með fjórum leikjum þar sem að ÍBV, Valur, Keflavík og Grindavík fögnuðu öll góðum sigrum. Í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi tóku menn saman skemmtilega syrpu með því helsta sem gerðist í leikjunum fjórum í gær.

Jóhann Birnir: Þetta lítur vel út

Hetja Keflavíkurliðsins Jóhann Birnir var kampakátur í leikslok og sagði tilfinninguna góða að tryggja liði sínu sigur á lokakaflanum eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Þórarinn: Gerist ekki sætara

Þórarinn Ingi Valdimarsson átti stóran þátt í sigurmarki ÍBV gegn Stjörnunni í kvöld og lék ágætlega fyrir Eyjaliðið.

FH-ingar ætla að lýsa öllum leikjum sínum beint á netinu

FH-ingar ætla að auka við þjónustu sína við stuðningmenn í sumar með því að bjóða upp á lýsingar á netinu af öllum leikjum liðsins í Pepsi-deildinni í sumar. Fyrsta útsendingin verður í kvöld þegar FH heimsækir Valsmenn í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla.

Bjarni Fel.: Ég er aldrei hlutdrægur

Goðsögnin Bjarni Felixson var mættur á Kópavogsvöll í kvöld en Bjarni var þar mættur til þess að lýsa leik Breiðabliks og KR í KR-útvarpinu.

Umfjöllun: Tryggvi stal senunni

Það má aldrei gleyma Tryggva Guðmundssyni í teignum. Það sannaðist enn og aftur í kvöld þegar hann skoraði dramatískt sigurmark á elleftu stundu gegn Fram í opnunarleik Pepsi-deildarinnar.

Valsmenn lögðu meistaraefnin

FH var spáð titlinum í Pepsi-deild karla á flestum vígstöðum fyrir mótið í ár en liðið tapaði fyrir Val í fyrstu umferðinni í gær.

Sama sagan og í fyrra hjá Fylkismönnum

Fylkismenn gengu stigalausir af velli í Kórnum í gærkvöldi þrátt fyrir að yfirspila Grindvíkinga fyrstu 35 mínútur leiksins og komast í 2-0 í leiknum. Eins og svo oft í fyrra misstu Fylkismenn hinsvegar dampinn, fengu á sig þrjú mörk á síðustu 46 mínútum leiksins og töpuðu leiknum 2-3.

Atli Viðar: Björn Daníel sá eini sem þorir ekki í ísbaðið

Atli Viðar Björnsson, markaskorari FH-liðsins, skýtur aðeins á félaga sinn Björn Daníel Sverisson í viðtali á stuðningsmannasíðu FH-liðsins, fhingar.net. FH-ingar heimsækja Valsmenn í kvöld í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla.

Tryggvi: Nú fer ég að spranga fyrir alla leiki

Tryggvi Guðmundsson var hetja ÍBV í kvöld er hann tryggði Eyjamönnum dramatískan sigur á Fram í opnunarleik Pepsi-deildar karla. Sigurmark Tryggva kom í lok uppbótartíma. Tryggvi sprangaði fyrir lesendur Vísis fyrr í dag og sá undirbúningur er kominn til að vera.

Eyjamönnum gengur illa í fyrsta leik á móti liðum Þorvaldar

ÍBV og Fram mætast í kvöld á Hásteinsvelli í fyrsta leik Pepsi-deildar karla í sumar en leikurinn hefst klukkan 18.00 eða einum klukkutíma og korteri áður en hinir þrír leikir kvöldsins fara í gang. Breiðablik-KR átti að vera opnunarleikur mótsins en það breyttist þegar Kópavogsvöllurinn var ekki leikfær í gær.

KR-útvarpið að hefja sitt þrettánda starfsár í kvöld

KR-ingar leika sinn fyrsta leik á Íslandsmótinu í kvöld og að sjálfsögðu verður KR-útvarpið á staðnum þegar KR-liðið heimsækir Íslandsmeistara Breiðabliks á Kópavogsvellinum. Útvarp KR sem er á FM 98,3 mun hefja sitt þrettánda starfsár í kvöld.

Umfjöllun: Varamaðurinn Jóhann Birnir kláraði Stjörnuna

Keflvíkingar gengu sáttari af velli en Stjörnumenn að loknum fyrsta leik liðanna á Íslandsmótinu 2011. 4-2 sigur Keflavíkur hafðist eftir miklar sveiflur. Tvívegis komust Garðbæingar yfir en Keflvíkingar jöfnuðu jafnharðann.

Leikur Vals og FH fer fram í kvöld

Það er búið að ákveða það endanlega að leikur Vals og FH í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld fer fram og hefst klukkan 19.15. Mikil snjókoma síðustu daga hafði skapað óvissuástand um hvort leikurinn yrði hreinlega leikfær í kvöld en Valsmenn hafa séð til þess að Vodafone-völlurinn er klár.

Kristján: Ekki hægt að kvarta undan svona byrjun

"Það er ekki hægt að kvarta undan því að vinna FH, margfalda Bikar-og Íslandsmeistara í fyrsta leik,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Vals, eftir sigurinn í kvöld.

Gylfi: Það virðist vera einhver draugur í þessu liði

Gylfi Einarsson var að vonum svekktur eftir tapið í kvöld. "Það virðist vera einhver draugur í þessu liði frá því á síðasta ári. Það er ekki nóg að vera yfir í hálfleik. Bara algjört einbeitingarleysi í þessum mörkum, við höfðum fulla stjórn á leiknum. Já, í fyrri hálfleik vorum við miklu betri en í rauninni líka í seinni hálfleik. Þeir skapa sér þrjú færi og skora þrjú mörk. Gott hjá þeim.“

Heimir: Verðum að mæta grimmari til leiks

"Við byrjuðum þennan leik svosem ágætlega, en síðan kemst Valur í takt við leikinn og eftir það sáum við ekki til sólar,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir ósigurinn í kvöld.

Kjartan Henry: Þetta var baráttusigur

Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, fór mikinn á Kópavogsvelli í kvöld. Hann skoraði tvö mörk og var ekki fjarri því að fullkomna þrennuna er hann átti skot í stöng. Það var þess utan dæmt víti á hann þannig að Kjartan var afar áberandi í leiknum.

Dramatík í innanhúsboltanum

Grindavík sneri vonlausri stöðu sér í hag er liðið vann 3-2 sigur á Fylki í Kórnum í Kópavogi en þá fór fram fyrsti leikur í efstu deild karla innan dyra.

Umfjöllun: Valsmenn unnu Íslandsmeistaraefnið

Valsmenn byrja Íslandsmótið af miklum krafti en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu FH, 1-0, á Vodafone-vellinum í kvöld, en FH-ingum hefur verið spáð Íslandsmeistaratitlinum af öllum helstu spámönnum landsins um knattspyrnu. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði eina mark leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×