Fótbolti

Bestu kaupin í spænska boltanum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mesut Özil hefur átt frábært tímabil með Real Madrid. Mynd. / Getty Images
Mesut Özil hefur átt frábært tímabil með Real Madrid. Mynd. / Getty Images
Vefsíðan goal.com hefur tekið saman tíu bestu kaup liðanna í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Spænsku liðin voru nokkuð rólegri fyrir þetta tímabil en á undanförnum árum en samt sem áður fóru mörg kaup fram, sumir leikmenn voru betri en aðrir.



Barcelona, Real Madrid og Valencia voru þau lið sem fóru mikinn á leikmannamarkaðnum, en Real Madrid á þrjá leikmenn á þessum lista.



Bestu kaupin í spænsku úrvalsdeildinni að mati goal.com voru kaupin á Mesut Özil frá Werder Bremen, en Morihino festi kaup á þessum snjalla Þjóðverja fyrir tímabilið á 15 milljónir evra.



Ricardo Carvalho og Angel di Maria, leikmenn Real Madrid, eru einnig á þessum lista en þeir hafa báðir staðið sig einkar vel fyrir félagið.



David Villa, leikmaður Barcelona, er í fjórða sæti yfir bestu kaup ársins, en Barcelona borgaði 40 milljónir evra fyrir Spánverjann.

Listinn í heild sinni:

1.    Mesut Özil 15 m.  frá Werder Bremen  - Real Madrid

2.    Ricardo Carvalho 8 m. frá Chelsea – Real Madrid

3.    Borja Valero  5 m. frá WBA - Villarreal

4.    David Villa  40 m. frá Valencia – Barcelona

5.    Angel di Maria 25 m. frá Benfica – Real Madrid

6.    Roberto Soldado 10 m. frá Getafe – Valencia

7.    Tino Costa 6,5 m. frá Montpellier – Valencia

8.    Pablo Osvaldo 5 m. frá Bologna - Espanyol

9.    Felipe Caicedo á láni frá Manchester City – Levante

10.  Ivan Rakitic 1,5 m. frá Schalke - Sevilla




Fleiri fréttir

Sjá meira


×