Erlent

Safna fyrir skýli í Úkraínu

Mynd frá kjarnorkuverinu í Tsjernobil sem bræddi úr sér árið 1986.
Mynd frá kjarnorkuverinu í Tsjernobil sem bræddi úr sér árið 1986.
Forseti Úkraínu hefur beðið um fjárhagslega aðstoð til þess að byggja skýli í kringum kjarnaofnana í Tsjernóbýl.

25 ár eru liðin síðan verið bræddi úr sér og úr varð stærsta kjarnorkuslys veraldar.

Forsetinn sagði í dag að ekkert ríki gæti tekist eitt á við afleiðingar slíkra hörmunga. Þegar hafa safnast yfir 300 milljónir dollara til þess að smíða skýlið. Það er hinsvegar ekki nóg. Slyssins í kjarnorkuverinu er minnst víða í Úkraínu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×