Guðlaugur Þór hótar að kæra Björn Val fyrir meiðyrði Valur Grettisson skrifar 28. apríl 2011 11:19 Guðlaugur Þór Þórðarson. Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sent Birni Vali Gíslasyni, þingmanni Vinstri grænna, bréf þar sem honum er hótað málsókn á grundvelli meiðyrðalaga, dragi hann ekki orð sín til baka um að styrkir sem Guðlaugur hlaut, væru mútur. Björn Valur skrifaði um málið á bloggsvæði sínu í desember á síðasta ári. Þar skrifaði Björn Valur um umdeilda styrkveitingar til Sjálfstæðisflokksins sem upplýst var um á Fréttastofu stöðvar 2 og Vísis árið 2009. Björn Valur segir Guðlaug sekan um að hafa þegið mútugreiðslur, sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum. Það eru Opus lögmenn sem senda Birni Vali aðvörun og honum tilkynnt að dragi hann ekki ummæli sín til baka innan fimm daga verði höfðað mál gegn honum. Björn Valur verður ekki við kröfu Opus lögmanna um að draga málið til baka á bloggsvæði sínu heldur segir hann að það væri í raun farsælast að fara með málið fyrir dóm til þess að fá endanlega skorið úr um hvort ekki hafi í raun verið um óeðlilegar greiðslur að ræða. Þannig skrifar þingmaðurinn: „Hinsvegar gæti ég bara boðið Guðlaugi Þór að fara með málið fyrir dóm. Þessi leið bíður upp á margra skemmtilega fleti. Fyrir það fyrsta þá yrði máið skoðað ofan í kjölinn. Það hefðu nú bara allir gott af því. Fyrir dómara kæmu þá væntanlega þeir sem ákváðu að láta þingmanninn fá peninga og þyrftu að útskýra hversvegna þeir gerðu það og hvort þeir ætluðust til einhvers í staðinn. Ekki síður væri athyglisvert að heyra hversvegna þeir ákváðu að láta þennan tiltekna þingmann en ekki aðra njóta góðvildar sinnar. Hvað sáu þeir í honum sem þeir sáu ekki í öðrum? Líklega þyrfti þingmaðurinn að aflétta trúnaði á öllum styrkveitendum sínum sem hann hefur ekki enn gert eftir því sem ég best veit". Björn Valur sér einnig ókosti í afstöðu sinni og skrifar í lokin: „Stærsti ókosturinn er hinsvegar sá að þetta yrði andskotanum dýrar fyrir mig – ef ég tapaði. Vill einhver styrkja mig :)". Hér er hægt að lesa grein Björns sem og aðvörun Guðlaugs. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sent Birni Vali Gíslasyni, þingmanni Vinstri grænna, bréf þar sem honum er hótað málsókn á grundvelli meiðyrðalaga, dragi hann ekki orð sín til baka um að styrkir sem Guðlaugur hlaut, væru mútur. Björn Valur skrifaði um málið á bloggsvæði sínu í desember á síðasta ári. Þar skrifaði Björn Valur um umdeilda styrkveitingar til Sjálfstæðisflokksins sem upplýst var um á Fréttastofu stöðvar 2 og Vísis árið 2009. Björn Valur segir Guðlaug sekan um að hafa þegið mútugreiðslur, sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum. Það eru Opus lögmenn sem senda Birni Vali aðvörun og honum tilkynnt að dragi hann ekki ummæli sín til baka innan fimm daga verði höfðað mál gegn honum. Björn Valur verður ekki við kröfu Opus lögmanna um að draga málið til baka á bloggsvæði sínu heldur segir hann að það væri í raun farsælast að fara með málið fyrir dóm til þess að fá endanlega skorið úr um hvort ekki hafi í raun verið um óeðlilegar greiðslur að ræða. Þannig skrifar þingmaðurinn: „Hinsvegar gæti ég bara boðið Guðlaugi Þór að fara með málið fyrir dóm. Þessi leið bíður upp á margra skemmtilega fleti. Fyrir það fyrsta þá yrði máið skoðað ofan í kjölinn. Það hefðu nú bara allir gott af því. Fyrir dómara kæmu þá væntanlega þeir sem ákváðu að láta þingmanninn fá peninga og þyrftu að útskýra hversvegna þeir gerðu það og hvort þeir ætluðust til einhvers í staðinn. Ekki síður væri athyglisvert að heyra hversvegna þeir ákváðu að láta þennan tiltekna þingmann en ekki aðra njóta góðvildar sinnar. Hvað sáu þeir í honum sem þeir sáu ekki í öðrum? Líklega þyrfti þingmaðurinn að aflétta trúnaði á öllum styrkveitendum sínum sem hann hefur ekki enn gert eftir því sem ég best veit". Björn Valur sér einnig ókosti í afstöðu sinni og skrifar í lokin: „Stærsti ókosturinn er hinsvegar sá að þetta yrði andskotanum dýrar fyrir mig – ef ég tapaði. Vill einhver styrkja mig :)". Hér er hægt að lesa grein Björns sem og aðvörun Guðlaugs.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Sjá meira