Íslenski boltinn

FH og Valur verða Íslandsmeistarar í sumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-ingar munu endurheimta Íslandsmeistaratitilinn samkvæmt spánni.
FH-ingar munu endurheimta Íslandsmeistaratitilinn samkvæmt spánni.
FH-ingum er spáð sigri í Pepsi-deild karla í fótbolta og Valskonum er spáð sigri í Pepsi-deild kvenna í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna tólf í deildinni en þetta kom fram á kynningarfundi Pepsi-deilda karla og kvenna sem fór fram í Háskólabíói í dag. Nýliðum Víkings og Þór Akureyri er spáð falli hjá körlunum en Grindavík og Þróttur munu falla hjá konunum.

FH-ingar fengu góða kosningu í fyrsta sætið og KR-ingar eru líka öryggir með annað sætið samkvæmt niðurstöður spárinnar. Það munar hinsvegar mun minna á Breiðabliki, Val og ÍBV í 3. til 5. sæti.

Nýliðar Víkinga og Þórs frá Akureyri munu ekki bjarga sér en það munar 36 stigum á Víkingsliðinu og Stjörnunni sem var spáð síðasta örugga sætinu.

Valskonur munu vinna Íslandsmeistaratitilinn sjötta árið í röð samkvæmt spánni hjá konunum en það verður mikil spenna í baráttunni um annað sætið og hugsanlegt Evrópusæti því Stjarnan og Þór/KA urðu jöfn í 2. til 3. sæti. Það vekur líka athygli að nýliðum ÍBV er spáð fimmta sætinu í deildinni.





Spáin fyrir Pepsi-deildirnar í sumar:Pepsi-deild karla:

Íslandsmeistari FH 413

2. sæti KR 380

3. sæti Breiðablik 317

4. sæti Valur 308

5. sæti ÍBV 301

6. sæti Fram 248

7. sæti Keflavík 220

8. sæti Fylkir 205

9. sæti Grindavík 132

10. sæti Stjarnan 129

11. sæti og fall Víkingur 93

12. sæti og fall Þór Akureyri 62



Pepsi-deild kvenna:

Íslandsmeistari Valur 283

2. sæti Stjarnan 234

2. sæti Þór/KA 234

4. sæti Breiðablik 218

5. sæti ÍBV 173

6. sæti Fylkir 152

7. sæti KR 140

8. sæti Afturelding 79

9. sæti og fall Grindavík 69

10. sæti og fall Þróttur 68




Fleiri fréttir

Sjá meira


×