Masters: Rory McIlroy ætlar að koma sterkari til baka 11. apríl 2011 12:00 Norður-Írinn Roy McIlroy hefur eflaust átt erfitt með svefn í nótt eftir að hann klúðraði niður fjögurra högga forskoti sínu á lokadegi Mastersmótsins í golfi í gær. AP Norður-Írinn Roy McIlroy hefur eflaust átt erfitt með svefn í nótt eftir að hann klúðraði niður fjögurra högga forskoti sínu á lokadegi Mastersmótsins í golfi í gær. McIlroy lék á 80 höggum eða +8 en hann var samtals á -12 eftir þriðja keppnisdaginn og hann var efstur á mótinu í samtals 63 holur af alls 72. McIlroy bar sig vel í gær þrátt fyrir áfallið og hann lofar því að koma sterkari til baka. Martröðin hófst hjá McIlroy eftir teighöggið á 10., en þar fór boltinn í tré og kom næstum því til baka á teiginn. Hann lék þá braut á +3 og eftir það fór flest úrskeiðis hjá hinum 21 árs gamla McIlroy. Hann endaði í 15. sæti og var hann 10 höggum á eftir Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði á -14. „Það verður án efa erfitt hjá mér næstu daga en ég mun komast yfir þetta. Ég verð í góðu lagi, það er margt verra sem getur gerst í lífinu. Að leika illa á lokadegi á risamóti er ekkert miðað við það sem margir aðrir þurfa ganga í gegnum í lífinu,“ sagði McIlroy sem vonast til þess að geta nýtt sér reynsluna til hins betra. „Ég læri vonandi eitthvað af þessu, ég hef aldrei áður verið efstur á lokadegi á risamóti og það virtist allt ganga vel á fyrri 9 holunum. Ég á eftir að fá fleiri tækifæri til þess að gera betur,“ sagði McIlroy. Golf Tengdar fréttir Masters: Tiger var svekktur að hafa ekki nýtt tækifærið Tiger Woods sýndi á lokakeppnisdeginum á Mastersmótinu í gær að hann er á réttri leið eftir erfiða 18 mánuði á atvinnumótaröðinni. Woods blandaði sér í baráttuna um sigurinn með því að leika á 67 höggum eða 5 höggum undir pari en bandaríski kylfingurinn var ósáttur við að hafa ekki nýtt tækifærið betur á síðari 9 holunum sem hann lék á pari eftir að hafa leikið fyrri 9 holurnar á 31 höggi. 11. apríl 2011 11:15 Masters: Charl Schwartzel sigraði á ótrúlegum lokadegi Það er óhætt að segja að Mastersmótið 2011 fari í sögubækurnar fyrir einn mest spennandi lokahring sögunnar. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom öllum á óvart með því að landa sigri á þessu fyrsta risamóti ársins en hann hefur aldrei sigrað á PGA-móti á ferlinum. Lokarhringurinn var ótrúlegur en um tíma virtust 9-10 kylfingar eiga möguleika á því að klæðast græna jakkanum. 10. apríl 2011 22:50 Masters: Hver er Charl Schwartzel? Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom mörgum á óvart í gær þegar hann fagnaði sigri á Mastersmótinu í golfi en hinn 25 ára gamli kylfingur fékk fjóra fugla í röð á síðustu fjórum holunum og tryggði sér sigur á -14 samtals. 11. apríl 2011 09:45 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Norður-Írinn Roy McIlroy hefur eflaust átt erfitt með svefn í nótt eftir að hann klúðraði niður fjögurra högga forskoti sínu á lokadegi Mastersmótsins í golfi í gær. McIlroy lék á 80 höggum eða +8 en hann var samtals á -12 eftir þriðja keppnisdaginn og hann var efstur á mótinu í samtals 63 holur af alls 72. McIlroy bar sig vel í gær þrátt fyrir áfallið og hann lofar því að koma sterkari til baka. Martröðin hófst hjá McIlroy eftir teighöggið á 10., en þar fór boltinn í tré og kom næstum því til baka á teiginn. Hann lék þá braut á +3 og eftir það fór flest úrskeiðis hjá hinum 21 árs gamla McIlroy. Hann endaði í 15. sæti og var hann 10 höggum á eftir Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði á -14. „Það verður án efa erfitt hjá mér næstu daga en ég mun komast yfir þetta. Ég verð í góðu lagi, það er margt verra sem getur gerst í lífinu. Að leika illa á lokadegi á risamóti er ekkert miðað við það sem margir aðrir þurfa ganga í gegnum í lífinu,“ sagði McIlroy sem vonast til þess að geta nýtt sér reynsluna til hins betra. „Ég læri vonandi eitthvað af þessu, ég hef aldrei áður verið efstur á lokadegi á risamóti og það virtist allt ganga vel á fyrri 9 holunum. Ég á eftir að fá fleiri tækifæri til þess að gera betur,“ sagði McIlroy.
Golf Tengdar fréttir Masters: Tiger var svekktur að hafa ekki nýtt tækifærið Tiger Woods sýndi á lokakeppnisdeginum á Mastersmótinu í gær að hann er á réttri leið eftir erfiða 18 mánuði á atvinnumótaröðinni. Woods blandaði sér í baráttuna um sigurinn með því að leika á 67 höggum eða 5 höggum undir pari en bandaríski kylfingurinn var ósáttur við að hafa ekki nýtt tækifærið betur á síðari 9 holunum sem hann lék á pari eftir að hafa leikið fyrri 9 holurnar á 31 höggi. 11. apríl 2011 11:15 Masters: Charl Schwartzel sigraði á ótrúlegum lokadegi Það er óhætt að segja að Mastersmótið 2011 fari í sögubækurnar fyrir einn mest spennandi lokahring sögunnar. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom öllum á óvart með því að landa sigri á þessu fyrsta risamóti ársins en hann hefur aldrei sigrað á PGA-móti á ferlinum. Lokarhringurinn var ótrúlegur en um tíma virtust 9-10 kylfingar eiga möguleika á því að klæðast græna jakkanum. 10. apríl 2011 22:50 Masters: Hver er Charl Schwartzel? Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom mörgum á óvart í gær þegar hann fagnaði sigri á Mastersmótinu í golfi en hinn 25 ára gamli kylfingur fékk fjóra fugla í röð á síðustu fjórum holunum og tryggði sér sigur á -14 samtals. 11. apríl 2011 09:45 Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Masters: Tiger var svekktur að hafa ekki nýtt tækifærið Tiger Woods sýndi á lokakeppnisdeginum á Mastersmótinu í gær að hann er á réttri leið eftir erfiða 18 mánuði á atvinnumótaröðinni. Woods blandaði sér í baráttuna um sigurinn með því að leika á 67 höggum eða 5 höggum undir pari en bandaríski kylfingurinn var ósáttur við að hafa ekki nýtt tækifærið betur á síðari 9 holunum sem hann lék á pari eftir að hafa leikið fyrri 9 holurnar á 31 höggi. 11. apríl 2011 11:15
Masters: Charl Schwartzel sigraði á ótrúlegum lokadegi Það er óhætt að segja að Mastersmótið 2011 fari í sögubækurnar fyrir einn mest spennandi lokahring sögunnar. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom öllum á óvart með því að landa sigri á þessu fyrsta risamóti ársins en hann hefur aldrei sigrað á PGA-móti á ferlinum. Lokarhringurinn var ótrúlegur en um tíma virtust 9-10 kylfingar eiga möguleika á því að klæðast græna jakkanum. 10. apríl 2011 22:50
Masters: Hver er Charl Schwartzel? Charl Schwartzel frá Suður-Afríku kom mörgum á óvart í gær þegar hann fagnaði sigri á Mastersmótinu í golfi en hinn 25 ára gamli kylfingur fékk fjóra fugla í röð á síðustu fjórum holunum og tryggði sér sigur á -14 samtals. 11. apríl 2011 09:45