Fótbolti

Ancelotti: Sigur hjá Chelsea er mikilvægari en mark hjá Torres

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fernando Torres.
Fernando Torres. Mynd/Nordic Photos/Getty
Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, ætlar að reyna að brydda upp á einhverjum nýungum í kvöld þegar Chelsea sækir Manchester United heim í seinni leik liðanna í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. United vann fyrri leikinn 1-0 á Brúnni.

Pressan eykst sem fyrr á spænska framherjann Fernando Torres sem Chelsea keypti á 50 milljónir punda en hefur ekki enn náð að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið. Ancelotti var því að sjálfsögðu spurður út í markaleysi Torres sem að flestra mati var keyptur til þess að hjálpa félaginu að vinna Meistaradeildina í fyrsta sinn.

„Ég hef ekki áhuga á marki hjá Fernando því það eina sem þetta snýst um er að Chelsea vinni leikinn," sagði Carlo Ancelotti á blaðamannafundi. Torres hefur spilaði 10 leiki og í 652 mínútur í Chelsea-búningnum án þess að skora.

„Ef Fernando skorar þá væri það gott fyrir hann og gott fyrir Chelsea. Ef einhver annar skorar þá er það alveg eins gott því það mikilvægasta af öllu er að vinna leikinn," sagði Ancelotti.

„Við höfum ekki sett neina pressu á hann því við viljum bara að hann spili og hjálpi liðinu. Ég bið aldrei framherja mín um mörk," sagði Ancelotti.

Ancelotti sagði að Torres myndi spila í kvöld en gaf það ekki út hvort að hann yrði í byrjunarliðinu. Það mátti samt heyra á honum að Ancelotti sé að pæla í því að nota Yossi Benayoun og Torres saman í framlínunni á Old Trafford í kvöld.

„Yossi (Benayoun) þekkir Fernando mjög vel. Hann veit hvernig hann hreyfir sig og hefur því forskot á aðra til þess að spila með Feranndo," sagði Ancelotti en þeir Benayoun og Torres spiluðu saman við góðan orðstír hjá Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×