Handbolti

Einar Andri: Líklega okkar besti varnarleikur í vetur

Elvar Geir Magnússon í Kaplakrika skrifar
Einar Andri Einarsson, annar af þjálfurum FH, býst við jafnari leik þegar liðið mætir Fram öðru sinni á laugardag í undanúrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta.

FH-ingar unnu 29-22 í Kaplakrika í kvöld í fyrsta leik liðanna.

„Við spiluðum líklega okkar besta varnarleik í vetur. Sóknin var einnig mjög öguð hjá okkur svo ég myndi segja að við höfum spilað mjög vel. Við náðum mjög snemma ákveðinni forystu og náðum að halda þeim í fimm til sex marka forskoti allan tímann. Þetta var mjög stöðugt og allir sem komu inn skiluðu sín," sagði Einar eftir leikinn.

Liðin mætast að nýju á laugardag og með sigri þar kemst FH í úrslitin.

„Þeir eru nú komnir með bakið upp við vegginn og við verðum að fara vel yfir þennan leik og sjá hvað við getum lagað. Það verður örugglega jafnari leikur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×