Fótbolti

Guardiola hættir mögulega eftir næsta tímabil

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / AFP
Pep Guardiola, stjóri Barcelona, gaf í skyn í gær að hann muni hætta hjá félaginu þegar samningur hans rennur út sumarið 2012.

Hann er nú á sínu þriðja tímabili með liðinu og hefur náð frábærum árangri. Í febrúar síðastliðnum skrifaði hann undir eins árs framlengingu á samningi sínum.

„Ég held að tíma mínum hér hjá Barcelona sé að ljúka," sagði hann í viðtali við ítalska sjónvarpsstöð. „Mér líður vel hér en þegar maður er hjá svona stóru félagi er varla hægt að vera hér í langan tíma."

„Næsta tímabil verður mitt fjórða hjá Barcelona og félagið hefur verið sýnt mikið hugrekki með því að vera með sama þjálfarann svona lengi vegna þess að leikmenn verða þreyttir á þjálfaranum og öfugt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×