Icesave 1. hluti: Svo einfalt í fyrstu Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 6. apríl 2011 07:00 Icesave, sem byrjaði sem saklaus leið Landsbankans til að fjármagna sig, snerist við hrunið upp í andhverfu sína og er eitt flóknasta og erfiðasta viðfangsefni sem þjóðin hefur tekist á við. Þetta hófst allt með því að stjórnendur Landsbankans töldu á árinu 2006 mikilvægt að breikka fjármögnun bankans. Hún hafði fram til þess tíma einkum farið fram með lántökum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, sem voru kvikir og háðir margs konar dyntum. "Við duttum því niður á þá hugmynd að búa til netreikning sem ber hærri innlánsvexti en gengur og gerist og auglýsir sig þannig sjálfur því það er svo dýrt að auglýsa," sagði Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri í samtali við Markaðinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, í febrúar 2007. Sigurjón var hinn hróðugasti; Icesave hafði gengið feikilega vel í þá fjóra mánuði sem liðnir voru frá stofnun og ekkert benti til annars en að þetta yrði í alla staði farsælt. Í áðurnefndu viðtali lýsti Sigurjón einfaldleika Icesave. „Það eina sem ég þarf að gera er að kíkja í lok dags hvað er kominn mikill peningur inn," segir Sigurjón hlæjandi, tekur upp símann og segir skömmu síðar: „Það bættust við fimmtíu milljónir punda bara á föstudaginn!"" 50 milljónir punda voru þá 6,6 milljarðar króna.Blikur á lofti Icesave gekk vel allt árið 2007 en í ársbyrjun 2008 voru blikur á lofti. Vísbendingar voru uppi um veikari stöðu Landsbankans og íslenska efnahagskerfisins en almennt var talið og af látið og höfðu bresk yfirvöld áhyggjur. Þau óttuðust um hag breskra borgara sem áttu peninga á Icesave og vildu að bankinn flytti reikningana úr útibúi sínu í London í dótturfélag. Með því færðust þeir úr umsjá íslenska Fjármálaeftirlitsins til þess breska og hægt yrði að gera kröfur um að nægir peningar yrðu nærtækir ef fólk vildi taka pundin sín út úr bankanum. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er rakið hvernig Bretar þrýstu á Landsbankamenn og íslensk stjórnvöld um yfirfærsluna lungann úr árinu 2008 en án nokkurs árangurs. Og þrátt fyrir þrýstinginn og þrátt fyrir aðvörunarljósin um að bankinn og efnahagskerfið á Íslandi stæðu á brauðfótum opnuðu Landsbankamenn Icesave í Hollandi í lok maí 2008. Fallist á meginkröfuna Þegar bankarnir hrundu í byrjun október 2008, neyðarlögin höfðu verið sett og ljóst var að Landsbankinn gat ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart innstæðueigendum í Bretlandi og Hollandi höfðu þarlend stjórnvöld hraðar hendur. Þau hófu viðræður við Íslendinga um hvernig vandanum yrði mætt. Vitað var að í Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta var aðeins brot af þeim peningum sem þar áttu að vera og að fjárhæðin dygði hvergi nærri til að bæta tjónið. Því þyrfti sértækar lausnir. Bretar og Hollendingar beittu fyrir sig Evróputilskipun um innlánatryggingakerfi en hún kveður á um ábyrgð á innstæðum að hámarki rúmlega 20 þúsund evrur á reikning. Í fyrstu féllust íslensk stjórnvöld á það sjónarmið. Til að byrja með var rætt við ríkin í tvennu lagi og strax 11. október var ritað undir yfirlýsingu þess efnis að Hollendingar veittu íslenska tryggingarsjóðnum lán með ríkisábyrgð til að standa undir tryggingunni. Um leið var skýrt frá því að hliðstæðar viðræður við Breta stæðu yfir og gengju vel en þær stöðvuðust tveimur vikum síðar.Samið Örskömmu eftir undirritun yfirlýsingarinnar gagnvart Hollendingum breyttu íslensk stjórnvöld um kúrs. Þau voru ekki lengur þeirrar skoðunar að ríkissjóði bæri að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigenda umfram það sem Tryggingasjóðurinn gæti staðið straum af. Evróputilskipunin næði ekki til aðstæðna á Íslandi þar sem hér hefði orðið kerfishrun en ekki hefðbundið bankagjaldþrot. Um það leyti greiddu Bretar og Hollendingar reikningshöfum út og sóttu á Íslendinga um endurgreiðslur. Í kjölfarið hófust nýjar viðræður og nú fyrir tilstilli Evrópusambandsins. Til urðu svonefnd Brussel-viðmið og samþykkti Alþingi í byrjun desember 2008 að ríkisstjórnin skyldi leiða til lykta samninga um Icesave á grundvelli þeirra. Í þeim var afstöðu Íslendinga til gildisleysis Evróputilskipunarinnar haldið til haga. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við völdum í febrúar 2009 lagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mikla áherslu á lausn Icesave-málsins. Hann fól Svavari Gestssyni að leiða viðræður við Breta og Hollendinga og úr urðu samningar sem kynntir voru í byrjun júní og Steingrímur taldi viðunandi. Alþingi leist hins vegar ekki betur á en svo að það taldi ógjörning að samþykkja þá og eftir mikið pex gerði þingið margvíslega fyrirvara við heimild til fjármálaráðherra um að staðfesta samningana. Bretar og Hollendingar gátu ekki fallist á þá fyrirvara og samið var að nýju. Enn fór málið fyrir Alþingi og til urðu önnur Icesave-lög í árslok 2009. Þeim synjaði forsetinn staðfestingar og svo þjóðin í atkvæðagreiðslu 6. mars 2010.Samið aftur Við synjun forsetans, og þegar ljóst var að allt stefndi í að málið yrði fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu, var skipuð ný samninganefnd, nú með aðkomu allra flokka og bandarískan samningalögfræðing í fyrirsvari. Viðræðunum í þeirri lotu lauk í byrjun desember síðastliðins. Eðli samninganna nú er annað en áður. Er um að ræða svokallaða endurgreiðslu- og skaðleysissamninga en ekki hefðbundna lánasamninga. Munurinn felst í grófum dráttum í því að ekki er samið um endurgreiðslu á láni breskra og hollenskra stjórnvalda til íslenska tryggingasjóðsins heldur að sjóðurinn endurgreiði breskum og hollenskum stjórnvöldum þær fjárhæðir sem þau hafa lagt út en fái í staðinn framseldan samsvarandi hluta krafna þeirra í bú Landsbankans og annist um að innheimta þær. Vissulega líkt en nálgunin er önnur.Fjármálaráðherra lagði málið fyrir Alþingi um miðjan desember og tóku þingmenn sér almennt tíma að móta sér afstöðu. Nokkur straumhvörf urðu þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir í byrjun árs að hann og fulltrúar flokksins í fjárlaganefnd hefðu afráðið að samþykkja málið. Fór svo við atkvæðagreiðslu að 44 þingmenn voru hlynntir en sextán andvígir og enn ein Icesave-lögin urðu til. Forsetinn ákvað 20. febrúar að synja þeim staðfestingar og fer þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi þeirra fram 9. apríl. Icesave fréttaskýringar Icesave Skroll-Fréttir Tengdar fréttir Icesave 6.hluti: ESA telur skyldur Íslendinga skýrar Líkur verða að teljast á að Ísland myndi tapa máli sem rekið yrði fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-deilunnar. Skiptar skoðanir eru um málið meðal lögmanna. Álit ESA er að með afstöðu sinni brjóti Ísland í bága við EES-samninginn. Fyrstu skrefin í málarekstri ESA hafa þegar verið tekin. Næstu skref verða tekin felli þjóðin nýjan Icesave-samning í atkvæðagreiðslunni næsta laugardag. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 3. hluti: Gengið og heimtur þrotabús valda óvissu Meðal þess sem gæti ráðið úrslitum þegar gengið verður til atkvæða um Icesave-samninginn er mat kjósenda á því hversu mikill kostnaður fellur á ríkið. Nokkrir óvissuþættir flækja kostnaðarmatið. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 2. hluti: Eins og að deila við dómarann Að mótmæla viðbrögðum lánshæfismatsfyrirtækja við höfnun Icesave-samkomulags er eins og að deila við dómarann. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 4. hluti: Í höftum virðist áhættan lítil Kostnaður vegna Icesave getur aukist eða minnkað í samræmi við gengisþróun krónunnar. Yfirlýsingar Seðlabankans um hvernig staðið verður að losun gjaldeyrishafta draga þó úr líkum á að gengið hafi veruleg áhrif. Verði Icesave samþykkt er málið talið úr sögunni að mestu eftir tvö ár, en þá verða enn eftir önnur tvö ár í gjaldeyrishöftum. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 5. hluti: Óvissa um minnihluta eigna þrotabúsins Mat á eignum þrotabús Landsbankans skiptir höfuðmáli þegar reynt er að meta hversu há upphæð gæti fallið á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave. Í eignasafninu leynast hundruð milljarða í reiðufé, útlánum og í hlutabréfum í félögum á borð við verslunarkeðjuna Iceland Foods. 6. apríl 2011 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Icesave, sem byrjaði sem saklaus leið Landsbankans til að fjármagna sig, snerist við hrunið upp í andhverfu sína og er eitt flóknasta og erfiðasta viðfangsefni sem þjóðin hefur tekist á við. Þetta hófst allt með því að stjórnendur Landsbankans töldu á árinu 2006 mikilvægt að breikka fjármögnun bankans. Hún hafði fram til þess tíma einkum farið fram með lántökum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, sem voru kvikir og háðir margs konar dyntum. "Við duttum því niður á þá hugmynd að búa til netreikning sem ber hærri innlánsvexti en gengur og gerist og auglýsir sig þannig sjálfur því það er svo dýrt að auglýsa," sagði Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri í samtali við Markaðinn, viðskiptablað Fréttablaðsins, í febrúar 2007. Sigurjón var hinn hróðugasti; Icesave hafði gengið feikilega vel í þá fjóra mánuði sem liðnir voru frá stofnun og ekkert benti til annars en að þetta yrði í alla staði farsælt. Í áðurnefndu viðtali lýsti Sigurjón einfaldleika Icesave. „Það eina sem ég þarf að gera er að kíkja í lok dags hvað er kominn mikill peningur inn," segir Sigurjón hlæjandi, tekur upp símann og segir skömmu síðar: „Það bættust við fimmtíu milljónir punda bara á föstudaginn!"" 50 milljónir punda voru þá 6,6 milljarðar króna.Blikur á lofti Icesave gekk vel allt árið 2007 en í ársbyrjun 2008 voru blikur á lofti. Vísbendingar voru uppi um veikari stöðu Landsbankans og íslenska efnahagskerfisins en almennt var talið og af látið og höfðu bresk yfirvöld áhyggjur. Þau óttuðust um hag breskra borgara sem áttu peninga á Icesave og vildu að bankinn flytti reikningana úr útibúi sínu í London í dótturfélag. Með því færðust þeir úr umsjá íslenska Fjármálaeftirlitsins til þess breska og hægt yrði að gera kröfur um að nægir peningar yrðu nærtækir ef fólk vildi taka pundin sín út úr bankanum. Í rannsóknarskýrslu Alþingis er rakið hvernig Bretar þrýstu á Landsbankamenn og íslensk stjórnvöld um yfirfærsluna lungann úr árinu 2008 en án nokkurs árangurs. Og þrátt fyrir þrýstinginn og þrátt fyrir aðvörunarljósin um að bankinn og efnahagskerfið á Íslandi stæðu á brauðfótum opnuðu Landsbankamenn Icesave í Hollandi í lok maí 2008. Fallist á meginkröfuna Þegar bankarnir hrundu í byrjun október 2008, neyðarlögin höfðu verið sett og ljóst var að Landsbankinn gat ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart innstæðueigendum í Bretlandi og Hollandi höfðu þarlend stjórnvöld hraðar hendur. Þau hófu viðræður við Íslendinga um hvernig vandanum yrði mætt. Vitað var að í Tryggingarsjóði innstæðueigenda og fjárfesta var aðeins brot af þeim peningum sem þar áttu að vera og að fjárhæðin dygði hvergi nærri til að bæta tjónið. Því þyrfti sértækar lausnir. Bretar og Hollendingar beittu fyrir sig Evróputilskipun um innlánatryggingakerfi en hún kveður á um ábyrgð á innstæðum að hámarki rúmlega 20 þúsund evrur á reikning. Í fyrstu féllust íslensk stjórnvöld á það sjónarmið. Til að byrja með var rætt við ríkin í tvennu lagi og strax 11. október var ritað undir yfirlýsingu þess efnis að Hollendingar veittu íslenska tryggingarsjóðnum lán með ríkisábyrgð til að standa undir tryggingunni. Um leið var skýrt frá því að hliðstæðar viðræður við Breta stæðu yfir og gengju vel en þær stöðvuðust tveimur vikum síðar.Samið Örskömmu eftir undirritun yfirlýsingarinnar gagnvart Hollendingum breyttu íslensk stjórnvöld um kúrs. Þau voru ekki lengur þeirrar skoðunar að ríkissjóði bæri að ábyrgjast greiðslur til innstæðueigenda umfram það sem Tryggingasjóðurinn gæti staðið straum af. Evróputilskipunin næði ekki til aðstæðna á Íslandi þar sem hér hefði orðið kerfishrun en ekki hefðbundið bankagjaldþrot. Um það leyti greiddu Bretar og Hollendingar reikningshöfum út og sóttu á Íslendinga um endurgreiðslur. Í kjölfarið hófust nýjar viðræður og nú fyrir tilstilli Evrópusambandsins. Til urðu svonefnd Brussel-viðmið og samþykkti Alþingi í byrjun desember 2008 að ríkisstjórnin skyldi leiða til lykta samninga um Icesave á grundvelli þeirra. Í þeim var afstöðu Íslendinga til gildisleysis Evróputilskipunarinnar haldið til haga. Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur tók við völdum í febrúar 2009 lagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mikla áherslu á lausn Icesave-málsins. Hann fól Svavari Gestssyni að leiða viðræður við Breta og Hollendinga og úr urðu samningar sem kynntir voru í byrjun júní og Steingrímur taldi viðunandi. Alþingi leist hins vegar ekki betur á en svo að það taldi ógjörning að samþykkja þá og eftir mikið pex gerði þingið margvíslega fyrirvara við heimild til fjármálaráðherra um að staðfesta samningana. Bretar og Hollendingar gátu ekki fallist á þá fyrirvara og samið var að nýju. Enn fór málið fyrir Alþingi og til urðu önnur Icesave-lög í árslok 2009. Þeim synjaði forsetinn staðfestingar og svo þjóðin í atkvæðagreiðslu 6. mars 2010.Samið aftur Við synjun forsetans, og þegar ljóst var að allt stefndi í að málið yrði fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu, var skipuð ný samninganefnd, nú með aðkomu allra flokka og bandarískan samningalögfræðing í fyrirsvari. Viðræðunum í þeirri lotu lauk í byrjun desember síðastliðins. Eðli samninganna nú er annað en áður. Er um að ræða svokallaða endurgreiðslu- og skaðleysissamninga en ekki hefðbundna lánasamninga. Munurinn felst í grófum dráttum í því að ekki er samið um endurgreiðslu á láni breskra og hollenskra stjórnvalda til íslenska tryggingasjóðsins heldur að sjóðurinn endurgreiði breskum og hollenskum stjórnvöldum þær fjárhæðir sem þau hafa lagt út en fái í staðinn framseldan samsvarandi hluta krafna þeirra í bú Landsbankans og annist um að innheimta þær. Vissulega líkt en nálgunin er önnur.Fjármálaráðherra lagði málið fyrir Alþingi um miðjan desember og tóku þingmenn sér almennt tíma að móta sér afstöðu. Nokkur straumhvörf urðu þegar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti því yfir í byrjun árs að hann og fulltrúar flokksins í fjárlaganefnd hefðu afráðið að samþykkja málið. Fór svo við atkvæðagreiðslu að 44 þingmenn voru hlynntir en sextán andvígir og enn ein Icesave-lögin urðu til. Forsetinn ákvað 20. febrúar að synja þeim staðfestingar og fer þjóðaratkvæðagreiðsla um gildi þeirra fram 9. apríl.
Icesave fréttaskýringar Icesave Skroll-Fréttir Tengdar fréttir Icesave 6.hluti: ESA telur skyldur Íslendinga skýrar Líkur verða að teljast á að Ísland myndi tapa máli sem rekið yrði fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-deilunnar. Skiptar skoðanir eru um málið meðal lögmanna. Álit ESA er að með afstöðu sinni brjóti Ísland í bága við EES-samninginn. Fyrstu skrefin í málarekstri ESA hafa þegar verið tekin. Næstu skref verða tekin felli þjóðin nýjan Icesave-samning í atkvæðagreiðslunni næsta laugardag. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 3. hluti: Gengið og heimtur þrotabús valda óvissu Meðal þess sem gæti ráðið úrslitum þegar gengið verður til atkvæða um Icesave-samninginn er mat kjósenda á því hversu mikill kostnaður fellur á ríkið. Nokkrir óvissuþættir flækja kostnaðarmatið. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 2. hluti: Eins og að deila við dómarann Að mótmæla viðbrögðum lánshæfismatsfyrirtækja við höfnun Icesave-samkomulags er eins og að deila við dómarann. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 4. hluti: Í höftum virðist áhættan lítil Kostnaður vegna Icesave getur aukist eða minnkað í samræmi við gengisþróun krónunnar. Yfirlýsingar Seðlabankans um hvernig staðið verður að losun gjaldeyrishafta draga þó úr líkum á að gengið hafi veruleg áhrif. Verði Icesave samþykkt er málið talið úr sögunni að mestu eftir tvö ár, en þá verða enn eftir önnur tvö ár í gjaldeyrishöftum. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 5. hluti: Óvissa um minnihluta eigna þrotabúsins Mat á eignum þrotabús Landsbankans skiptir höfuðmáli þegar reynt er að meta hversu há upphæð gæti fallið á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave. Í eignasafninu leynast hundruð milljarða í reiðufé, útlánum og í hlutabréfum í félögum á borð við verslunarkeðjuna Iceland Foods. 6. apríl 2011 07:00 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Icesave 6.hluti: ESA telur skyldur Íslendinga skýrar Líkur verða að teljast á að Ísland myndi tapa máli sem rekið yrði fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-deilunnar. Skiptar skoðanir eru um málið meðal lögmanna. Álit ESA er að með afstöðu sinni brjóti Ísland í bága við EES-samninginn. Fyrstu skrefin í málarekstri ESA hafa þegar verið tekin. Næstu skref verða tekin felli þjóðin nýjan Icesave-samning í atkvæðagreiðslunni næsta laugardag. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 3. hluti: Gengið og heimtur þrotabús valda óvissu Meðal þess sem gæti ráðið úrslitum þegar gengið verður til atkvæða um Icesave-samninginn er mat kjósenda á því hversu mikill kostnaður fellur á ríkið. Nokkrir óvissuþættir flækja kostnaðarmatið. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 2. hluti: Eins og að deila við dómarann Að mótmæla viðbrögðum lánshæfismatsfyrirtækja við höfnun Icesave-samkomulags er eins og að deila við dómarann. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 4. hluti: Í höftum virðist áhættan lítil Kostnaður vegna Icesave getur aukist eða minnkað í samræmi við gengisþróun krónunnar. Yfirlýsingar Seðlabankans um hvernig staðið verður að losun gjaldeyrishafta draga þó úr líkum á að gengið hafi veruleg áhrif. Verði Icesave samþykkt er málið talið úr sögunni að mestu eftir tvö ár, en þá verða enn eftir önnur tvö ár í gjaldeyrishöftum. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 5. hluti: Óvissa um minnihluta eigna þrotabúsins Mat á eignum þrotabús Landsbankans skiptir höfuðmáli þegar reynt er að meta hversu há upphæð gæti fallið á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave. Í eignasafninu leynast hundruð milljarða í reiðufé, útlánum og í hlutabréfum í félögum á borð við verslunarkeðjuna Iceland Foods. 6. apríl 2011 07:00