Fótbolti

Barcelona fór illa með Shakhtar Donetsk og vann 5-1 sigur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AP
Það virðist fátt ætla að koma í veg fyrir að Barcelona og Real Madrid mætist í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Real Madrid vann 4-0 heimasigur á Tottenham í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum í gærkvöldi og í kvöld vann Barcelona síðan 5-1 sigur á úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk.

Það tók Barcelona-liðið innan við tvær mínútur að taka forystuna þegar Andrés Iniesta kom þeim í 1-0 en hann var allt í öllu á miðju liðsins. Iniesta fékk boltinn óvænt þegar varnamaður komst fyrir sendingu Lionel Messi og spænski landsliðsmaðurinn átti ekki vandræðum með að skora af stuttu færi.

Bakvörðurinn Dani Alves bætti síðan við öðru marki á 33. mínútu eftir af hafa fengið háan bolta inn fyrir vörnina frá Andrés Iniesta. Alves lék á rangstöðuvörn Shakhtar, stakk sér inn fyrir og skoraði laglega.

Gerard Pique skoraði þriðja mark Barcelona á 53. mínútu eftir að hafa fengið lága hornspyrnu Xavi út í teiginn. Pique skoraði einmitt sigurmark Barcea í deildinni um helgina en skot hans þarna fór af varnarmanni og í markið.

Yaroslav Rakitskiy minnkaði muninn í 3-1 á 59. mínútu en Barcelona svarði mínútu síðar þegar Seydou Keita skoraði með flottu skoti upp í þaknetið eftir sendingu frá Lionel Messi.

Bracelona slapp reyndar með skrekkinn á 82. mínútu þegar Luiz Adriano skaut í innaverða stöngina en Adriano hafði ekki heppnina með sér í nokkrum færum í kvöld. Xavi innsiglaði síðan sigurinn á 86. mínútu eftir sendingu frá Dani Alves.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×