Sanngjarnar lausnir eru til Ólafur Þ. Stephensen skrifar 25. mars 2011 09:20 Afleiðingar gríðarlega hás eldsneytisverðs á efnahag fjölskyldna og fyrirtækja blasa við öllum. Eldsneytisreikningur heimilanna hækkar og þau eiga minna aukreitis til að verja í aðra vöru eða þjónustu. Flutningskostnaður fyrirtækjanna hækkar og líklegt er að það hafi vond áhrif á verðlagið. Í Fréttablaðinu á mánudag kom fram að fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa miklar áhyggjur af eldsneytisverðinu og áhrifum þess á sumarvertíðina, þar sem gera má ráð fyrir að mjög dragi úr ferðalögum innanlands. "Fyrir Íslendinga er þetta mjög stórt vandamál. Það kostar augljóslega meira að keyra nú í sumar en í fyrrasumar. Þess vegna er svo mikilvægt að draga úr skattheimtu til þess að létta undir með almenningi og atvinnulífinu,"sagði Erna Hauksdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í Fréttablaðinu. Erna bendir á að þótt eldsneytisgjöld séu ákveðin krónutala á lítra fari virðisaukaskatturinn hækkandi með hækkandi innkaupsverði olíufélaganna og þannig fari skattheimta ríkisins vaxandi með hækkandi heimsmarkaðsverði. Það bætist við miklar hækkanir á eldsneytissköttum sem ríkisstjórnin hefur lagt á undanfarin misseri. Framkvæmdastjóri SAF kallar eftir því að í þágu heimila og fyrirtækja verði skattlagningunni breytt, þannig að ríkið fái í sinn hlut þá upphæð sem upphaflega var gert ráð fyrir í fjárlögum. Í fyrradag kom fjármálaráðherra Bretlands, George Osborne, mörgum á óvart með því að lækka eldsneytisskatt þegar í stað um eitt pens, eða rúmlega 1,8 krónur á lítra, og aflýsa fyrirhugaðri hækkun um fimm pens sem taka átti gildi í næsta mánuði. Þannig er komið talsvert til móts við brezka bíleigendur. Enn fremur hefur brezka stjórnin ákveðið að breyta fyrirkomulagi skattlagningar á eldsneyti og búa til sveiflujöfnun tengda breytingum á heimsmarkaðsverði á eldsneyti. Haldist verðið hátt hækkar eldsneytisgjaldið eingöngu í samræmi við verðbólgu en lækki verðið hækkar gjaldið um eitt pens aukalega. Í Bretlandi er þessi breyting sett fram undir merkjum sanngirni. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda hefur meðal annarra talað fyrir einhverju svipuðu kerfi hér á landi, þar sem skattlagning eldsneytis yrði tengd við heimsmarkaðsverðið þannig að tekjur ríkisins af sköttunum rykju ekki upp úr öllu valdi þótt heimsmarkaðsverðið tæki á rás. Nú er að störfum nefnd fjögurra ráðuneyta, sem á að skoða hvort leiðir séu til að breyta skattlagningu á eldsneyti til að mæta hækkandi heimsmarkaðsverði. Fordæmið frá Bretlandi sýnir að það er hægt að finna lausnir sem gagnast skattgreiðendum ef viljinn er fyrir hendi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Afleiðingar gríðarlega hás eldsneytisverðs á efnahag fjölskyldna og fyrirtækja blasa við öllum. Eldsneytisreikningur heimilanna hækkar og þau eiga minna aukreitis til að verja í aðra vöru eða þjónustu. Flutningskostnaður fyrirtækjanna hækkar og líklegt er að það hafi vond áhrif á verðlagið. Í Fréttablaðinu á mánudag kom fram að fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa miklar áhyggjur af eldsneytisverðinu og áhrifum þess á sumarvertíðina, þar sem gera má ráð fyrir að mjög dragi úr ferðalögum innanlands. "Fyrir Íslendinga er þetta mjög stórt vandamál. Það kostar augljóslega meira að keyra nú í sumar en í fyrrasumar. Þess vegna er svo mikilvægt að draga úr skattheimtu til þess að létta undir með almenningi og atvinnulífinu,"sagði Erna Hauksdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, í Fréttablaðinu. Erna bendir á að þótt eldsneytisgjöld séu ákveðin krónutala á lítra fari virðisaukaskatturinn hækkandi með hækkandi innkaupsverði olíufélaganna og þannig fari skattheimta ríkisins vaxandi með hækkandi heimsmarkaðsverði. Það bætist við miklar hækkanir á eldsneytissköttum sem ríkisstjórnin hefur lagt á undanfarin misseri. Framkvæmdastjóri SAF kallar eftir því að í þágu heimila og fyrirtækja verði skattlagningunni breytt, þannig að ríkið fái í sinn hlut þá upphæð sem upphaflega var gert ráð fyrir í fjárlögum. Í fyrradag kom fjármálaráðherra Bretlands, George Osborne, mörgum á óvart með því að lækka eldsneytisskatt þegar í stað um eitt pens, eða rúmlega 1,8 krónur á lítra, og aflýsa fyrirhugaðri hækkun um fimm pens sem taka átti gildi í næsta mánuði. Þannig er komið talsvert til móts við brezka bíleigendur. Enn fremur hefur brezka stjórnin ákveðið að breyta fyrirkomulagi skattlagningar á eldsneyti og búa til sveiflujöfnun tengda breytingum á heimsmarkaðsverði á eldsneyti. Haldist verðið hátt hækkar eldsneytisgjaldið eingöngu í samræmi við verðbólgu en lækki verðið hækkar gjaldið um eitt pens aukalega. Í Bretlandi er þessi breyting sett fram undir merkjum sanngirni. Félag íslenzkra bifreiðaeigenda hefur meðal annarra talað fyrir einhverju svipuðu kerfi hér á landi, þar sem skattlagning eldsneytis yrði tengd við heimsmarkaðsverðið þannig að tekjur ríkisins af sköttunum rykju ekki upp úr öllu valdi þótt heimsmarkaðsverðið tæki á rás. Nú er að störfum nefnd fjögurra ráðuneyta, sem á að skoða hvort leiðir séu til að breyta skattlagningu á eldsneyti til að mæta hækkandi heimsmarkaðsverði. Fordæmið frá Bretlandi sýnir að það er hægt að finna lausnir sem gagnast skattgreiðendum ef viljinn er fyrir hendi.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun