Fótbolti

Ísland síðasta landsliðið til að ná stigi af Spáni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Heims- og Evrópumeistarar Spánverja héldu áfram sigurgöngu sinni í undankeppni EM 2012 með því að vinna 2-1 sigur á Tékklandi í Granada í gær. David Villa gerði bæði mörkin í leiknum en þetta var átjándi sigur spænska liðsins í leik í undankeppnum HM eða EM.

Spánverjar hafa nú unnið alla leiki sína í undankeppnum HM eða EM síðan að þeir mættu á Laugardalsvöllinn 8. september 2007. Andrés Iniesta tryggði spænska liðinu 1-1 jafntefli með marki fjórum mínútum fyrir leikslok eftir að Emil Hallfreðsson hafði komið Íslandi yfir á 39. mínútu leiksins.

Spánverjar voru manni færri frá 20. mínútu eftir að Xabi Alonso fékk rauða spjaldið fyrir að stíga á Arnar Þór Viðarsson. Emil skoraði markið sitt með glæislegum skalla efrir fyrigjöf frá Jóhannesi Karli Guðjónssyni. Það smá svipmyndir úr leiknum með því að smella hér fyrir ofan.

Iker Casillas, David Villa, Xavi og Sergio Ramos lék allan leikinn í Laugardalnum og Fernando Torres fór útaf á 57. mínútu fyrir Andrés Iniesta. Þeir hafa allir verið í stóru hlutverki í þessum 18 sigurleikjum spænska liðsins í röð í undankeppnum stórmótanna.





Síðustu leikir Spánar í undankeppnum EM og HM:Undankeppni EM 2012

Spánn-Tékkland 2-1

Skotland-Spánn 2-3

Spánn-Litháen 3-1

Liechtenstein-Spánn 0-4

Undankeppni HM 2010

Bosnía-Spánn 2-5

Armenía-Spánn 1-2

Spánn-Eistland 3-0

Spánn-Belgía 5-0

Tyrkland-Spánn 1-2

Spánn-Tyrkkland 1-0

Belgía-Spánn 1-2

Eistland-Spánn 0-3

Spánn-Armenía 4-0

Spánn-Bosnía 1-0

Undankeppni EM 2008

Spánn-Norður Írland 1-0

Spánn-Svíþjóð 3-0

Danmörk-Spánn 1-3

Spánn-Lettland 2-0

Ísland-Spánn 1-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×