Skoðun

Gjör rétt – þol ei órétt

Friðgeir Haraldsson skrifar
Látum ei fornar nýlenduþjóðir beygja okkur vegna óráðsíu og siðleysis í einkafyrirtæki, en rök eru öll okkar megin þar sem þetta er helzt;

1. Þeir sem gerst þekkja til Icesave-málsins telja að bótaskylda sé ekki til staðar frá þjóðinni.

2. Hví forðast viðsemjendur málsókn eins og heitan eldinn?

3. Hvað hafa brezkir valdið miklu tjóni með hryðjuverkalögum og yfirtöku á banka – sennilega margföld Icesave-krafan.

4. Hví skulum við ekki standa stolt, óbeygð og óbuguð, eins og þegar við færðum út landhelgina og lögðum heimsveldið.

5. Verði dæmt í málinu, eru yfirgnæfandi líkur á sigri.

6. Hví að skuldfæra fædda sem ófædda Íslendinga um langa framtíð um óþekkta upphæð, sem gæti verið allt að 200 milljarðar, sem er um 600 þús. á hvert mannsbarn í landinu.

7. Fólk erlendis verður stolt af okkur ef við fellum þennan ósóma, því víða er fólk að súpa seyðið af alls konar fjármálasukki.

Nú í júní eru 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, sem keikur gekk gegn nýlenduherrum og megum við ekki vanvirða og smána minningu hans með því að samþykkja þessi ólög. Heldur skal í minni og heiðri haft hans mottó: Að vera sverð Íslands, sómi þess og skjöldur.

 




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×