100 metra langt upphafshögg frá Woods vakti mikla athygli 12. mars 2011 11:05 Tiger Woods leyndi ekki vonbrigðum sínum á Doral vellinum í gær. AP Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan er efstur á heimsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð á Doral vellinum í Miami. Hunter er einu höggi betri en efsti kylfingur heimslistans en Martin Kaymer frá Þýskalandi er annar á -8 ásamt Francesco Molinari frá Ítalíu. Hinn 26 ára gamli Kaymer virðist kunna vel við sig í sviðsljósinu en hann gerði engin mistök í gær. Þekkt nöfn á borð við Tiger Woods og Phil Mickelson eru 9 höggum á eftir Mahan en þeir verða saman í ráshóp þriðja keppnisdaginn í röð. Woods hefur ekki náð sér á strik á flötunum á undanförnum mótum. Hann fékk fáa fugla og hann lék á 74 höggum í gær eða +2. Tvö upphafshögg frá Woods vöktu mikla athygli. Það fyrra var á 2. braut þar sem hann sló boltann aðeins um 100 metra, en Woods er vanur því að slá um 250 metra upphafshögg. Og á 14. sló hann boltann beint upp í loftið og hann endaði 150 metrum frá teignum. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi var með Woods í ráshóp og hann játaði að hann hafði gaman að mistökum Woods á 2. teig. „Það er erfitt að halda aftur af sér. Ég var næstum því farinn að hlægja. Við sláum allir léleg högg af og til. Sérstaklega þegar við erum að breyta sveiflunni eins og Woods er að gera," sagði McDowell. Ryo Ishikawa, einn besti kylfingur Japans, var ekki með hugann við golfið í gær – enda ástandið í heimalandi hans skelfilegt eftir náttúruhamfarirnar undanfarna daga. Ishikawa lék frábært golf á fyrsta keppnisdeginum, 65 höggum en í gær lék hann á 76 höggum. Staða efstu kylfinga: Hunter Mahan - 9 Martin Kaymer - 8 Francesco Molinari – 8 Martin Laird - 7 Matt Kuchar - 7 Nick Watney – 7 Rory McIlroy - 7 Aaron Baddeley- 6 Dustin Johnson - 6 Adam Scott - 6 Valdir aðrir kylfingar: Luke Donald -5 Paul Casey -3 Charl Schwartzel -2 Graeme McDowell -1 Ian Poulter -1 Phil Mickelson par Lee Westwood par Tiger Woods par Golf Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan er efstur á heimsmótinu í golfi þegar keppni er hálfnuð á Doral vellinum í Miami. Hunter er einu höggi betri en efsti kylfingur heimslistans en Martin Kaymer frá Þýskalandi er annar á -8 ásamt Francesco Molinari frá Ítalíu. Hinn 26 ára gamli Kaymer virðist kunna vel við sig í sviðsljósinu en hann gerði engin mistök í gær. Þekkt nöfn á borð við Tiger Woods og Phil Mickelson eru 9 höggum á eftir Mahan en þeir verða saman í ráshóp þriðja keppnisdaginn í röð. Woods hefur ekki náð sér á strik á flötunum á undanförnum mótum. Hann fékk fáa fugla og hann lék á 74 höggum í gær eða +2. Tvö upphafshögg frá Woods vöktu mikla athygli. Það fyrra var á 2. braut þar sem hann sló boltann aðeins um 100 metra, en Woods er vanur því að slá um 250 metra upphafshögg. Og á 14. sló hann boltann beint upp í loftið og hann endaði 150 metrum frá teignum. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi var með Woods í ráshóp og hann játaði að hann hafði gaman að mistökum Woods á 2. teig. „Það er erfitt að halda aftur af sér. Ég var næstum því farinn að hlægja. Við sláum allir léleg högg af og til. Sérstaklega þegar við erum að breyta sveiflunni eins og Woods er að gera," sagði McDowell. Ryo Ishikawa, einn besti kylfingur Japans, var ekki með hugann við golfið í gær – enda ástandið í heimalandi hans skelfilegt eftir náttúruhamfarirnar undanfarna daga. Ishikawa lék frábært golf á fyrsta keppnisdeginum, 65 höggum en í gær lék hann á 76 höggum. Staða efstu kylfinga: Hunter Mahan - 9 Martin Kaymer - 8 Francesco Molinari – 8 Martin Laird - 7 Matt Kuchar - 7 Nick Watney – 7 Rory McIlroy - 7 Aaron Baddeley- 6 Dustin Johnson - 6 Adam Scott - 6 Valdir aðrir kylfingar: Luke Donald -5 Paul Casey -3 Charl Schwartzel -2 Graeme McDowell -1 Ian Poulter -1 Phil Mickelson par Lee Westwood par Tiger Woods par
Golf Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira