Fótbolti

Tekur Benítez við Valencia á ný?

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Rafael Benítez fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool staldraði stutt við í starfi sínu hjá Inter á Ítalíu en þarf var hann aðeins í sex mánuði í starfi.
Rafael Benítez fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool staldraði stutt við í starfi sínu hjá Inter á Ítalíu en þarf var hann aðeins í sex mánuði í starfi. Nordic Photos / Getty Images
Rafael Benítez fyrrum knattspyrnustjóri Liverpool staldraði stutt við í starfi sínu hjá Inter á Ítalíu en þarf var hann aðeins í sex mánuði í starfi. Spánverjinn hefur verið atvinnulaus frá því honum var sagt upp störfum á Ítalíu en hann spænskir fjölmiðlar telja miklar líkur á því að hann fari á gamalkunnar slóðir og taki við þjálfun Valencia á Spáni.

Benítez þekkir það lið vel því hann gerði liðið tvívegis að Spánarmeisturum á árunum 2001-2004. Að auki sigraði Valencia í Evrópudeild UEFA sem þá hét Evrópubikarkeppnin.

Manuel Llorente forseti Valencia er sagður hafa mikinn áhuga á að fá Benítez til starfa á ný en Unai Emery hefur ekki náð neinum árangri með liðið frá því hann tók við í júli árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×