Hæstaréttarlögmenn: Dýrkeyptur glannaskapur 16. mars 2011 17:23 Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl snýst um það hvort við ljúkum Icesavemálinu með samningum eða höfnum frekari samningum og höldum deilunni gangandi næstu ár fyrir dómstólum með tilheyrandi kostnaði og áhættu. Með þeim samningum sem þverpólitísk samninganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður. Gagnrýnendur samningsins benda á að endanlegur kostnaður Íslands sé háður óvissuþáttum á borð við heimtur úr þrotabúi Landsbankans, almenna efnahagsþróun og gengisþróun. Þessi atriði eiga einnig við um dómstólaleiðina. Órökrétt er að halda því fram að valið í þjóðaratkvæðagreiðslunni standi á milli þess kostnaðar sem felst í samningnum með sínum óvissuþáttum og þess að enginn kostnaður falli á Ísland. Aðeins annar kosturinn markar lok Icesavemálsins og þá með skilmálum og áhættu sem við áttum þátt í að semja um og lágmarka. Nei við þeirri leið þýðir að endanleg niðurstaða málsins er úr okkar höndum. Fórnarkostnaður atvinnulífs og samfélags af áframhaldandi ófriði er óþekktur. Kostnaðurinn við tapaða dómstólaleið verður aldrei minni en af þeim samningi sem búið er að ná, reyndar örugglega miklu meiri. Jafnvel þótt Ísland ynni málið eftir langdregin málaferli er óvíst um kostnað sem af því stafaði en alþjóðlegu matsfyrirtækin hafa metið það svo að hann yrði okkur þungbærari en fyrirliggjandi samningur. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), sem hefur það hlutverk að túlka og fylgja eftir lögum og reglum tengdum EES, hefur þegar gefið út það álit sitt að Ísland beri ábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta þar sem eignir sjóðsins dugðu ekki til að standa undir lögbundinni lágmarkstryggingu sparifjáreigenda í útibúum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi. Ljúki Icesave deilunni ekki með samningum mun ESA fara með samningsbrotamál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólinn. ESA hefur hingað til unnið 27 af 29 málum sem farið hafa þessa leið og þarf alveg sérstaka tegund af kokhreysti til þess að viðurkenna ekki að dómstólaleiðin felur í sér alvarlega áhættu fyrir Ísland. Það er beinlínis barnalegt að láta sér detta í hug að Íslandi stæði til boða að greiða samkvæmt núverandi samningi ef EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Ísland hefði brotið gegn EES samningnum að því er varðar innstæðutryggingar. Sá dómur gæti fallið sumarið 2012 og þá yrðu Íslendingar að ákveða hvort þeir sinntu niðurstöðu dómstólsins. Gerðu þeir það ekki gæti ESA neyðst til þess að höfða annað mál til þess að fá staðfest að Ísland hefði ekki virt hina fyrri niðurstöðu. Færi nú á sömu leið, það er að EFTA dómstóllinn dæmdi með ESA, flyttist málið yfir á vettvang alþjóðastjórnmála. Afleiðingar gætu hugsanlega orðið þær að Íslandi yrði vísað af evrópska efnahagssvæðinu. Þá blasti við hætta á að lagður yrði tollur á íslenskar vörur í Evrópu sem hafa notið tollfrelsis frá 1971 og er þá hætt við að „mörgum kotbændunum muni þykja verða þröngt fyrir dyrum“ eins og Einar þveræingur hefði orðað það, þar á meðal öllum sem lífsbjörg hafa af fiskveiðum og vinnslu, þegar 30% tollur yrði lagður á þær vörur í Evrópu. Væru íslensk rök og sjónarmið hin einu réttu eða viðurkenndu í þessari deilu þyrftum við ekki að hafa miklar áhyggjur. Því miður er svo ekki. Við höfum engan rétt til þess að leika okkur að efnahagslegri framtíð barna okkar með því að halda áfram að þykjast ósigrandi og geta boðið hvaða aðstæðum sem er byrginn. Sá hugsunarháttur hefur þegar kallað yfir okkur eitt hrun og við megum ekki við öðru. Við undirrituð munum því segja já í væntanlegri atkvæðagreiðslu. Reykjavík, 15. mars 2011 Garðar Garðarsson, hrl. Gestur Jónsson, hrl. Guðrún Björg Birgisdóttir, hrl. Gunnar Jónsson, hrl. Jakob R. Möller, hrl. Lára V. Júlíusdóttir, hrl. Ragnar H. Hall, hrl. Sigurmar K. Albertsson, hrl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan 9. apríl snýst um það hvort við ljúkum Icesavemálinu með samningum eða höfnum frekari samningum og höldum deilunni gangandi næstu ár fyrir dómstólum með tilheyrandi kostnaði og áhættu. Með þeim samningum sem þverpólitísk samninganefnd náði og aukinn meirihluti Alþingis studdi er bæði áhætta Íslands og kostnaður lágmarkaður. Gagnrýnendur samningsins benda á að endanlegur kostnaður Íslands sé háður óvissuþáttum á borð við heimtur úr þrotabúi Landsbankans, almenna efnahagsþróun og gengisþróun. Þessi atriði eiga einnig við um dómstólaleiðina. Órökrétt er að halda því fram að valið í þjóðaratkvæðagreiðslunni standi á milli þess kostnaðar sem felst í samningnum með sínum óvissuþáttum og þess að enginn kostnaður falli á Ísland. Aðeins annar kosturinn markar lok Icesavemálsins og þá með skilmálum og áhættu sem við áttum þátt í að semja um og lágmarka. Nei við þeirri leið þýðir að endanleg niðurstaða málsins er úr okkar höndum. Fórnarkostnaður atvinnulífs og samfélags af áframhaldandi ófriði er óþekktur. Kostnaðurinn við tapaða dómstólaleið verður aldrei minni en af þeim samningi sem búið er að ná, reyndar örugglega miklu meiri. Jafnvel þótt Ísland ynni málið eftir langdregin málaferli er óvíst um kostnað sem af því stafaði en alþjóðlegu matsfyrirtækin hafa metið það svo að hann yrði okkur þungbærari en fyrirliggjandi samningur. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), sem hefur það hlutverk að túlka og fylgja eftir lögum og reglum tengdum EES, hefur þegar gefið út það álit sitt að Ísland beri ábyrgð á skuldbindingum Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjárfesta þar sem eignir sjóðsins dugðu ekki til að standa undir lögbundinni lágmarkstryggingu sparifjáreigenda í útibúum Landsbankans í Hollandi og Bretlandi. Ljúki Icesave deilunni ekki með samningum mun ESA fara með samningsbrotamál gegn Íslandi fyrir EFTA dómstólinn. ESA hefur hingað til unnið 27 af 29 málum sem farið hafa þessa leið og þarf alveg sérstaka tegund af kokhreysti til þess að viðurkenna ekki að dómstólaleiðin felur í sér alvarlega áhættu fyrir Ísland. Það er beinlínis barnalegt að láta sér detta í hug að Íslandi stæði til boða að greiða samkvæmt núverandi samningi ef EFTA dómstóllinn kæmist að þeirri niðurstöðu að Ísland hefði brotið gegn EES samningnum að því er varðar innstæðutryggingar. Sá dómur gæti fallið sumarið 2012 og þá yrðu Íslendingar að ákveða hvort þeir sinntu niðurstöðu dómstólsins. Gerðu þeir það ekki gæti ESA neyðst til þess að höfða annað mál til þess að fá staðfest að Ísland hefði ekki virt hina fyrri niðurstöðu. Færi nú á sömu leið, það er að EFTA dómstóllinn dæmdi með ESA, flyttist málið yfir á vettvang alþjóðastjórnmála. Afleiðingar gætu hugsanlega orðið þær að Íslandi yrði vísað af evrópska efnahagssvæðinu. Þá blasti við hætta á að lagður yrði tollur á íslenskar vörur í Evrópu sem hafa notið tollfrelsis frá 1971 og er þá hætt við að „mörgum kotbændunum muni þykja verða þröngt fyrir dyrum“ eins og Einar þveræingur hefði orðað það, þar á meðal öllum sem lífsbjörg hafa af fiskveiðum og vinnslu, þegar 30% tollur yrði lagður á þær vörur í Evrópu. Væru íslensk rök og sjónarmið hin einu réttu eða viðurkenndu í þessari deilu þyrftum við ekki að hafa miklar áhyggjur. Því miður er svo ekki. Við höfum engan rétt til þess að leika okkur að efnahagslegri framtíð barna okkar með því að halda áfram að þykjast ósigrandi og geta boðið hvaða aðstæðum sem er byrginn. Sá hugsunarháttur hefur þegar kallað yfir okkur eitt hrun og við megum ekki við öðru. Við undirrituð munum því segja já í væntanlegri atkvæðagreiðslu. Reykjavík, 15. mars 2011 Garðar Garðarsson, hrl. Gestur Jónsson, hrl. Guðrún Björg Birgisdóttir, hrl. Gunnar Jónsson, hrl. Jakob R. Möller, hrl. Lára V. Júlíusdóttir, hrl. Ragnar H. Hall, hrl. Sigurmar K. Albertsson, hrl.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun