Matthew Lynn: Charlie Sheen gæti kennt Wall Street lexíu 8. mars 2011 14:39 Það tekur flesta í heiminum alla ævina að safna 2 milljónum fylgjenda á Twitter. Samt sem áður tók það Charlie Sheen innan við viku að gera slíkt. Þannig hefst grein Matthew Lynn, eins af þekktustu greinarhöfundum á Bloomberg fréttaveitunni, undir fyrirsögninni: Charlie Sheen gæti kennt Wall Street lexíu. Lynn rifjar upp síðustu vikur í lífi Sheen og þar á meðal ákvörðun CBS að reka stjörnuna og hætta við framleiðsluna á þáttunum Two and a Half Men. „Það sem er heillandi við allan þennan farsa er ekki opinbert dramað hjá Sheen," segir Lynn. „Það er hvernig hann hefur sýnt meistaratakta í nútíma fjölmiðlakynningu og hvernig hluthafar á Wall Street, sem voru fyrrum vinnuveitendur hans, haft látið hann leika algerlega á sig." Lynn segir að stórfyrirtæki vilji að stjörnur þeirra séu eins og klipptar út úr einhverju fyrirmyndar úthverfi frá sjötta áratugnum. Frá Kate Moss, til Tiger Woods til Charlie Sheen hafa auglýsendur tekið til fótanna um leið og einhver vísbending um ósæmilega hegðun kemur í ljós. „Ef við höfum lært eitthvað á síðasta áratug er það að almenningur, eða neytendur, eru mun viljugri til að fyrirgefa. Í rauninni verðum við því hugfangnari eftir því sem hegðun stjarnanna fer meira úr böndunum. Það borgar sig að vera slæmur og helst léttgeggjaður líka," segir Lynn. Lynn segir að á því augnabliki sem hann skrifaði grein sín var Charlie Sheen að senda uppfærðar fregnir á Twitter frá „Sober Valley Lodge". Önnur „gyðjan" hans Rachel var að yfirgefa bygginguna. Hann lætur alla fylgjendur sína á Twitter fylgjast nákvæmlega með þróun mála. Lynn segir að Charlie Sheen sé nú orðinn stærra nafn en hann var nokkurn tíman í sögunni. Lynn furðar sig á því að hluthafar CBS hafi ekki þegar tekið sig til og rekið stjórn CBS eins og hún leggur sig. Sennilega þurfi CBS að ráða stjörnuna aftur og þá á helmingi hærra kaupi en áður. Ef CBS gerir það ekki mun einhver annar slá til. „CBS virðist ekki ná þessu. Né Wall Street. Frægð er nauðsynlegasta hráefnið í afþreyingariðnaðinum," segir Lynn. „Þessir menn ættu að gera sér grein fyrir því að Sheen, jafnvel með flösku af bourbon í annarri hendinni og klámstjörnu í hinni, veit mun meira en þeir um afþreyingariðnaðinn." Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Það tekur flesta í heiminum alla ævina að safna 2 milljónum fylgjenda á Twitter. Samt sem áður tók það Charlie Sheen innan við viku að gera slíkt. Þannig hefst grein Matthew Lynn, eins af þekktustu greinarhöfundum á Bloomberg fréttaveitunni, undir fyrirsögninni: Charlie Sheen gæti kennt Wall Street lexíu. Lynn rifjar upp síðustu vikur í lífi Sheen og þar á meðal ákvörðun CBS að reka stjörnuna og hætta við framleiðsluna á þáttunum Two and a Half Men. „Það sem er heillandi við allan þennan farsa er ekki opinbert dramað hjá Sheen," segir Lynn. „Það er hvernig hann hefur sýnt meistaratakta í nútíma fjölmiðlakynningu og hvernig hluthafar á Wall Street, sem voru fyrrum vinnuveitendur hans, haft látið hann leika algerlega á sig." Lynn segir að stórfyrirtæki vilji að stjörnur þeirra séu eins og klipptar út úr einhverju fyrirmyndar úthverfi frá sjötta áratugnum. Frá Kate Moss, til Tiger Woods til Charlie Sheen hafa auglýsendur tekið til fótanna um leið og einhver vísbending um ósæmilega hegðun kemur í ljós. „Ef við höfum lært eitthvað á síðasta áratug er það að almenningur, eða neytendur, eru mun viljugri til að fyrirgefa. Í rauninni verðum við því hugfangnari eftir því sem hegðun stjarnanna fer meira úr böndunum. Það borgar sig að vera slæmur og helst léttgeggjaður líka," segir Lynn. Lynn segir að á því augnabliki sem hann skrifaði grein sín var Charlie Sheen að senda uppfærðar fregnir á Twitter frá „Sober Valley Lodge". Önnur „gyðjan" hans Rachel var að yfirgefa bygginguna. Hann lætur alla fylgjendur sína á Twitter fylgjast nákvæmlega með þróun mála. Lynn segir að Charlie Sheen sé nú orðinn stærra nafn en hann var nokkurn tíman í sögunni. Lynn furðar sig á því að hluthafar CBS hafi ekki þegar tekið sig til og rekið stjórn CBS eins og hún leggur sig. Sennilega þurfi CBS að ráða stjörnuna aftur og þá á helmingi hærra kaupi en áður. Ef CBS gerir það ekki mun einhver annar slá til. „CBS virðist ekki ná þessu. Né Wall Street. Frægð er nauðsynlegasta hráefnið í afþreyingariðnaðinum," segir Lynn. „Þessir menn ættu að gera sér grein fyrir því að Sheen, jafnvel með flösku af bourbon í annarri hendinni og klámstjörnu í hinni, veit mun meira en þeir um afþreyingariðnaðinn."
Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira