Matthew Lynn: Charlie Sheen gæti kennt Wall Street lexíu 8. mars 2011 14:39 Það tekur flesta í heiminum alla ævina að safna 2 milljónum fylgjenda á Twitter. Samt sem áður tók það Charlie Sheen innan við viku að gera slíkt. Þannig hefst grein Matthew Lynn, eins af þekktustu greinarhöfundum á Bloomberg fréttaveitunni, undir fyrirsögninni: Charlie Sheen gæti kennt Wall Street lexíu. Lynn rifjar upp síðustu vikur í lífi Sheen og þar á meðal ákvörðun CBS að reka stjörnuna og hætta við framleiðsluna á þáttunum Two and a Half Men. „Það sem er heillandi við allan þennan farsa er ekki opinbert dramað hjá Sheen," segir Lynn. „Það er hvernig hann hefur sýnt meistaratakta í nútíma fjölmiðlakynningu og hvernig hluthafar á Wall Street, sem voru fyrrum vinnuveitendur hans, haft látið hann leika algerlega á sig." Lynn segir að stórfyrirtæki vilji að stjörnur þeirra séu eins og klipptar út úr einhverju fyrirmyndar úthverfi frá sjötta áratugnum. Frá Kate Moss, til Tiger Woods til Charlie Sheen hafa auglýsendur tekið til fótanna um leið og einhver vísbending um ósæmilega hegðun kemur í ljós. „Ef við höfum lært eitthvað á síðasta áratug er það að almenningur, eða neytendur, eru mun viljugri til að fyrirgefa. Í rauninni verðum við því hugfangnari eftir því sem hegðun stjarnanna fer meira úr böndunum. Það borgar sig að vera slæmur og helst léttgeggjaður líka," segir Lynn. Lynn segir að á því augnabliki sem hann skrifaði grein sín var Charlie Sheen að senda uppfærðar fregnir á Twitter frá „Sober Valley Lodge". Önnur „gyðjan" hans Rachel var að yfirgefa bygginguna. Hann lætur alla fylgjendur sína á Twitter fylgjast nákvæmlega með þróun mála. Lynn segir að Charlie Sheen sé nú orðinn stærra nafn en hann var nokkurn tíman í sögunni. Lynn furðar sig á því að hluthafar CBS hafi ekki þegar tekið sig til og rekið stjórn CBS eins og hún leggur sig. Sennilega þurfi CBS að ráða stjörnuna aftur og þá á helmingi hærra kaupi en áður. Ef CBS gerir það ekki mun einhver annar slá til. „CBS virðist ekki ná þessu. Né Wall Street. Frægð er nauðsynlegasta hráefnið í afþreyingariðnaðinum," segir Lynn. „Þessir menn ættu að gera sér grein fyrir því að Sheen, jafnvel með flösku af bourbon í annarri hendinni og klámstjörnu í hinni, veit mun meira en þeir um afþreyingariðnaðinn." Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Það tekur flesta í heiminum alla ævina að safna 2 milljónum fylgjenda á Twitter. Samt sem áður tók það Charlie Sheen innan við viku að gera slíkt. Þannig hefst grein Matthew Lynn, eins af þekktustu greinarhöfundum á Bloomberg fréttaveitunni, undir fyrirsögninni: Charlie Sheen gæti kennt Wall Street lexíu. Lynn rifjar upp síðustu vikur í lífi Sheen og þar á meðal ákvörðun CBS að reka stjörnuna og hætta við framleiðsluna á þáttunum Two and a Half Men. „Það sem er heillandi við allan þennan farsa er ekki opinbert dramað hjá Sheen," segir Lynn. „Það er hvernig hann hefur sýnt meistaratakta í nútíma fjölmiðlakynningu og hvernig hluthafar á Wall Street, sem voru fyrrum vinnuveitendur hans, haft látið hann leika algerlega á sig." Lynn segir að stórfyrirtæki vilji að stjörnur þeirra séu eins og klipptar út úr einhverju fyrirmyndar úthverfi frá sjötta áratugnum. Frá Kate Moss, til Tiger Woods til Charlie Sheen hafa auglýsendur tekið til fótanna um leið og einhver vísbending um ósæmilega hegðun kemur í ljós. „Ef við höfum lært eitthvað á síðasta áratug er það að almenningur, eða neytendur, eru mun viljugri til að fyrirgefa. Í rauninni verðum við því hugfangnari eftir því sem hegðun stjarnanna fer meira úr böndunum. Það borgar sig að vera slæmur og helst léttgeggjaður líka," segir Lynn. Lynn segir að á því augnabliki sem hann skrifaði grein sín var Charlie Sheen að senda uppfærðar fregnir á Twitter frá „Sober Valley Lodge". Önnur „gyðjan" hans Rachel var að yfirgefa bygginguna. Hann lætur alla fylgjendur sína á Twitter fylgjast nákvæmlega með þróun mála. Lynn segir að Charlie Sheen sé nú orðinn stærra nafn en hann var nokkurn tíman í sögunni. Lynn furðar sig á því að hluthafar CBS hafi ekki þegar tekið sig til og rekið stjórn CBS eins og hún leggur sig. Sennilega þurfi CBS að ráða stjörnuna aftur og þá á helmingi hærra kaupi en áður. Ef CBS gerir það ekki mun einhver annar slá til. „CBS virðist ekki ná þessu. Né Wall Street. Frægð er nauðsynlegasta hráefnið í afþreyingariðnaðinum," segir Lynn. „Þessir menn ættu að gera sér grein fyrir því að Sheen, jafnvel með flösku af bourbon í annarri hendinni og klámstjörnu í hinni, veit mun meira en þeir um afþreyingariðnaðinn."
Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira