Vitlaust kaupaukakerfi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 9. mars 2011 09:15 Fréttablaðið sagði frá því í gær að ferðalögum forseta Íslands til útlanda væri farið að fjölga á ný. Ferðagleði forsetans náði hámarki árið 2007, þegar hann var meira en þriðjung ársins erlendis, en eftir bankahrunið snarfækkaði utanferðum hans og árið 2009 var forsetinn ekki nema rúmar sjö vikur í burtu. Í fyrra var hann hins vegar tæpa áttatíu daga erlendis og hefur verið utan landsteinanna þriðjung þess sem af er nýju ári. Fólk getur haft ýmsar skoðanir á tíðum utanferðum forsetans; margar eru þær sjálfsagt nauðsynlegar og aðrar gera minna gagn. Hins vegar varpar umfjöllunin ljósi á sérkennilega hliðarverkun ferðalaga forsetans, sem fólk hefur áður hneykslazt á en breytist þó ekki neitt. Fyrir hvern dag sem forsetinn er erlendis eru greidd tvöföld forsetalaun. Forsetinn heldur náttúrlega sínum launum og svo skipta handhafar forsetavalds, forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar, með sér öðrum forsetalaunum - og raunar ríflega það, því að þeir fá greidd forsetalaun eins og þau voru áður en forsetinn tók á sig launalækkun eins og aðrir æðstu embættismenn. Miðað við að forsetinn hafi verið 80 daga í burtu í fyrra hefur hver og einn handhafanna fengið yfir 130.000 króna kaupauka á mánuði að meðaltali. Þannig standa laun forsætisráðherra ekki í raun í hinni heilögu tölu 935 þúsund krónum, sem allar ákvarðanir um laun hátt settra ríkisstarfsmanna eiga að miðast við, heldur eru þau yfir milljón og geta enn hækkað ef forsetinn er duglegur að ferðast. Forsætisráðherrann og forsetar þings og Hæstaréttar eiga auðvitað að vera á góðum launum. En þetta hlýtur að vera eitthvert vitlausasta kaupaukakerfi í heimi; að laun þessara embættismanna hækki í takti við ferðagleði forseta landsins. Allar forsendur eru gjörbreyttar frá því að núverandi stjórnarskrár- og lagaákvæði um afleysingar fyrir forsetann voru sett. Forsetinn er í fyrsta lagi miklu meira í burtu en nokkur gat þá ímyndað sér. Í öðru lagi getur hann verið í sambandi og sinnt ýmsum skyldum þótt hann sé á ferðalagi. Í þriðja lagi lendir lítil vinna á handhöfunum þótt forsetinn sé í burtu. Þeir geta lent í því að skrifa upp á pappíra, sem er ekki mjög erfitt eða tímafrekt. Ræðuhöldin, móttökurnar og verðlaunaafhendingarnar sem eru hið daglega strit forsetans lenda hins vegar ekki á handhöfunum. Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag hét Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra því að beita sér fyrir að þetta undarlega kerfi yrði afnumið. Efnahags- og skattanefnd lagði til á þingi haustið 2009 að laun handhafanna yrðu lækkuð um 80 prósent. Frumvarpið dagaði uppi í þinginu. Í þeim litlu umræðum sem voru um það létu sumir þingmenn í ljós efasemdir um að það stæðist ákvæði stjórnarskrár, þar sem segir að ekki megi lækka laun forsetans á kjörtímabili hans. Kjörtímabil forseta er á enda á næsta ári og þá gefst gott tækifæri til að binda enda á vitleysuna. Það er líka hægt að gera ef heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar kemst einhvern tímann í framkvæmd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Fréttablaðið sagði frá því í gær að ferðalögum forseta Íslands til útlanda væri farið að fjölga á ný. Ferðagleði forsetans náði hámarki árið 2007, þegar hann var meira en þriðjung ársins erlendis, en eftir bankahrunið snarfækkaði utanferðum hans og árið 2009 var forsetinn ekki nema rúmar sjö vikur í burtu. Í fyrra var hann hins vegar tæpa áttatíu daga erlendis og hefur verið utan landsteinanna þriðjung þess sem af er nýju ári. Fólk getur haft ýmsar skoðanir á tíðum utanferðum forsetans; margar eru þær sjálfsagt nauðsynlegar og aðrar gera minna gagn. Hins vegar varpar umfjöllunin ljósi á sérkennilega hliðarverkun ferðalaga forsetans, sem fólk hefur áður hneykslazt á en breytist þó ekki neitt. Fyrir hvern dag sem forsetinn er erlendis eru greidd tvöföld forsetalaun. Forsetinn heldur náttúrlega sínum launum og svo skipta handhafar forsetavalds, forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar, með sér öðrum forsetalaunum - og raunar ríflega það, því að þeir fá greidd forsetalaun eins og þau voru áður en forsetinn tók á sig launalækkun eins og aðrir æðstu embættismenn. Miðað við að forsetinn hafi verið 80 daga í burtu í fyrra hefur hver og einn handhafanna fengið yfir 130.000 króna kaupauka á mánuði að meðaltali. Þannig standa laun forsætisráðherra ekki í raun í hinni heilögu tölu 935 þúsund krónum, sem allar ákvarðanir um laun hátt settra ríkisstarfsmanna eiga að miðast við, heldur eru þau yfir milljón og geta enn hækkað ef forsetinn er duglegur að ferðast. Forsætisráðherrann og forsetar þings og Hæstaréttar eiga auðvitað að vera á góðum launum. En þetta hlýtur að vera eitthvert vitlausasta kaupaukakerfi í heimi; að laun þessara embættismanna hækki í takti við ferðagleði forseta landsins. Allar forsendur eru gjörbreyttar frá því að núverandi stjórnarskrár- og lagaákvæði um afleysingar fyrir forsetann voru sett. Forsetinn er í fyrsta lagi miklu meira í burtu en nokkur gat þá ímyndað sér. Í öðru lagi getur hann verið í sambandi og sinnt ýmsum skyldum þótt hann sé á ferðalagi. Í þriðja lagi lendir lítil vinna á handhöfunum þótt forsetinn sé í burtu. Þeir geta lent í því að skrifa upp á pappíra, sem er ekki mjög erfitt eða tímafrekt. Ræðuhöldin, móttökurnar og verðlaunaafhendingarnar sem eru hið daglega strit forsetans lenda hins vegar ekki á handhöfunum. Eins og fram kemur í Fréttablaðinu í dag hét Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra því að beita sér fyrir að þetta undarlega kerfi yrði afnumið. Efnahags- og skattanefnd lagði til á þingi haustið 2009 að laun handhafanna yrðu lækkuð um 80 prósent. Frumvarpið dagaði uppi í þinginu. Í þeim litlu umræðum sem voru um það létu sumir þingmenn í ljós efasemdir um að það stæðist ákvæði stjórnarskrár, þar sem segir að ekki megi lækka laun forsetans á kjörtímabili hans. Kjörtímabil forseta er á enda á næsta ári og þá gefst gott tækifæri til að binda enda á vitleysuna. Það er líka hægt að gera ef heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar kemst einhvern tímann í framkvæmd.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun