Talsvert ólíkir kostir til staðar í Icesave málinu 21. febrúar 2011 12:51 Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fram fer um Iceseave nú snýst um tvo kosti og talsvert ólíka þeim sem þjóðin kaus um í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave 7. mars í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um málið. Þar segir að annars vegar er það að staðfesta þau lög sem heimila fjármálaráðherra að skrifa undir þá samninga sem nú liggja fyrir um lausn Icesave deilunnar og eru mun hagstæðari en fyrri samningar. Hins vegar er það að fara dómstólaleiðina til að leiða þessa deilu til lykta, en bæði íslensk og hollensk stjórnvöld hafa lýst því yfir að samningaleiðin verður ekki fær ef íslenska þjóðin synjar lögunum nú. Við þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra lá hins vegar fyrir vilji íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvalda að fara samningaleiðina að nýju og reyndar lágu þá þegar fyrir drög að mun hagstæðari samningum en þeir sem var verið að kjósa um. Ef niðurstaðan verður nei í þjóðaratkvæðagreiðslu liggur fyrir að dómstólaleiðin verður farin. Í því má bera niður í nefndarálit meirihluta fjárlaganefndar í meðförum þings á málinu nú um þá leið. Þar segir að dómstólaleiðin tryggi rétta lögfræðilega niðurstöðu þó að vafi leiki á að hún tryggi hagstæðustu niðurstöðu fyrir Ísland. Skiptar skoðanir eru á því meðal lögfræðinga hver líkleg dómsniðurstaða yrði í málinu. Víst má telja að frestun lykta deilunnar hefði einnig áhrif á möguleika ríkissjóðs, sveitarfélaga og fyrirtækja til að sækja lánsfé á erlenda lánamarkaði. Jafnframt er hugsanlegt að ágreiningur um fullnustu af Íslands hálfu í kjölfar áfellisdóms í samningsbrotamáli gæti haft áhrif á EES-samninginn gagnvart Íslandi og öðrum EFTA-ríkjum.Samningsbrotamál þegar í gangi Varðandi dómstólaleiðina má einnig geta þess að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur þegar stofnað til samningsbrotamáls, studd af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að Íslandi sé skylt að ábyrgjast greiðslu rúmlega 20.000 evra til hvers innstæðueiganda. Er það álit stofnunarinnar að á aðildarríkjum EES hvíli sú skylda að sjá til þess að það tryggingakerfi sem komið er á fót á grundvelli tilskipunarinnar um innistæðutryggingar skili innstæðueigendum þeirri lágmarkstryggingu sem hún mælir fyrir um undir hvaða kringumstæðum sem er. Lágmarkstrygging við innstæðueigendur Landsbankans í Bretlandi er metin á 2,350 milljarða punda og á 1,329 milljarða evra í Hollandi. Það jafngildir samtals 674 milljörðum króna miðað við sölugengi gjaldmiðlanna 22. apríl 2009 en kröfurnar í bú bankans voru miðaðar við gengi þann dag.Dómar EFTA-dómstólsins bindandi Í áliti meirihluta fjárlaganefndar segir að dómar EFTA-dómstólsins í samningsbrotamálum sem ESA höfðar eru bindandi fyrir íslenska ríkið og ríkisstjórnin er á grundvelli EES-samningsins skuldbundin til að hlíta niðurstöðu dómstólsins og bregðast við henni með viðeigandi hætti. Að öðrum kosti væri samstarfið innan EES í uppnámi. Ef óhagstæð niðurstaða fengist í dómsmáli gætu Bretar og Hollendingar væntanlega byggt kröfur sínar beint á lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta eins og þau bæri að túlka í ljósi niðurstöðu EFTA-dómstólsins og krafist greiðslu úr hendi íslenska ríkisins og fylgt þeirri kröfu eftir fyrir íslenskum dómstólum. Einnig gætu þeir á grundvelli niðurstöðu EFTA-dómstólsins krafist skaðabóta úr hendi ríkisins á þjóðréttarlegum grundvelli. Hvað varðar hinn kostinn, þ.e. að samþykkja frumvarpið, má geta þess að það er mat Seðlabanka Íslands og fleirri aðila að hinir nýju Icesave-samningar séu töluvert hagstæðari en fyrri samningar. Núvirði skuldbindingar íslenska ríkisins vegna samkomulagsins er að mati Seðlabankans um 69 milljarðar kr. eða sem nemur 4,3% af áætlaðri landsframleiðslu ársins 2010. Þrátt fyrir að hér sé um miklar fjárhæðir að ræða og óvissa nokkur um framtíðina er það mat bankans að væntanlega muni margt vinnast með samkomulaginu, ekki síst bætt aðgengi að alþjóðlegum fjármálamarkaði og hraðari endurreisn atvinnulífsins. Icesave Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðslan sem fram fer um Iceseave nú snýst um tvo kosti og talsvert ólíka þeim sem þjóðin kaus um í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave 7. mars í fyrra. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka þar sem fjallað er um málið. Þar segir að annars vegar er það að staðfesta þau lög sem heimila fjármálaráðherra að skrifa undir þá samninga sem nú liggja fyrir um lausn Icesave deilunnar og eru mun hagstæðari en fyrri samningar. Hins vegar er það að fara dómstólaleiðina til að leiða þessa deilu til lykta, en bæði íslensk og hollensk stjórnvöld hafa lýst því yfir að samningaleiðin verður ekki fær ef íslenska þjóðin synjar lögunum nú. Við þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra lá hins vegar fyrir vilji íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvalda að fara samningaleiðina að nýju og reyndar lágu þá þegar fyrir drög að mun hagstæðari samningum en þeir sem var verið að kjósa um. Ef niðurstaðan verður nei í þjóðaratkvæðagreiðslu liggur fyrir að dómstólaleiðin verður farin. Í því má bera niður í nefndarálit meirihluta fjárlaganefndar í meðförum þings á málinu nú um þá leið. Þar segir að dómstólaleiðin tryggi rétta lögfræðilega niðurstöðu þó að vafi leiki á að hún tryggi hagstæðustu niðurstöðu fyrir Ísland. Skiptar skoðanir eru á því meðal lögfræðinga hver líkleg dómsniðurstaða yrði í málinu. Víst má telja að frestun lykta deilunnar hefði einnig áhrif á möguleika ríkissjóðs, sveitarfélaga og fyrirtækja til að sækja lánsfé á erlenda lánamarkaði. Jafnframt er hugsanlegt að ágreiningur um fullnustu af Íslands hálfu í kjölfar áfellisdóms í samningsbrotamáli gæti haft áhrif á EES-samninginn gagnvart Íslandi og öðrum EFTA-ríkjum.Samningsbrotamál þegar í gangi Varðandi dómstólaleiðina má einnig geta þess að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur þegar stofnað til samningsbrotamáls, studd af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að Íslandi sé skylt að ábyrgjast greiðslu rúmlega 20.000 evra til hvers innstæðueiganda. Er það álit stofnunarinnar að á aðildarríkjum EES hvíli sú skylda að sjá til þess að það tryggingakerfi sem komið er á fót á grundvelli tilskipunarinnar um innistæðutryggingar skili innstæðueigendum þeirri lágmarkstryggingu sem hún mælir fyrir um undir hvaða kringumstæðum sem er. Lágmarkstrygging við innstæðueigendur Landsbankans í Bretlandi er metin á 2,350 milljarða punda og á 1,329 milljarða evra í Hollandi. Það jafngildir samtals 674 milljörðum króna miðað við sölugengi gjaldmiðlanna 22. apríl 2009 en kröfurnar í bú bankans voru miðaðar við gengi þann dag.Dómar EFTA-dómstólsins bindandi Í áliti meirihluta fjárlaganefndar segir að dómar EFTA-dómstólsins í samningsbrotamálum sem ESA höfðar eru bindandi fyrir íslenska ríkið og ríkisstjórnin er á grundvelli EES-samningsins skuldbundin til að hlíta niðurstöðu dómstólsins og bregðast við henni með viðeigandi hætti. Að öðrum kosti væri samstarfið innan EES í uppnámi. Ef óhagstæð niðurstaða fengist í dómsmáli gætu Bretar og Hollendingar væntanlega byggt kröfur sínar beint á lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta eins og þau bæri að túlka í ljósi niðurstöðu EFTA-dómstólsins og krafist greiðslu úr hendi íslenska ríkisins og fylgt þeirri kröfu eftir fyrir íslenskum dómstólum. Einnig gætu þeir á grundvelli niðurstöðu EFTA-dómstólsins krafist skaðabóta úr hendi ríkisins á þjóðréttarlegum grundvelli. Hvað varðar hinn kostinn, þ.e. að samþykkja frumvarpið, má geta þess að það er mat Seðlabanka Íslands og fleirri aðila að hinir nýju Icesave-samningar séu töluvert hagstæðari en fyrri samningar. Núvirði skuldbindingar íslenska ríkisins vegna samkomulagsins er að mati Seðlabankans um 69 milljarðar kr. eða sem nemur 4,3% af áætlaðri landsframleiðslu ársins 2010. Þrátt fyrir að hér sé um miklar fjárhæðir að ræða og óvissa nokkur um framtíðina er það mat bankans að væntanlega muni margt vinnast með samkomulaginu, ekki síst bætt aðgengi að alþjóðlegum fjármálamarkaði og hraðari endurreisn atvinnulífsins.
Icesave Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira