Tiger var bitlaus gegn Björn og er úr leik í Arizona Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 24. febrúar 2011 10:03 Tiger Woods átti erfitt uppdráttar gegn Thomas Björn í gær. Upphafshögg hans í bráðabana fór langt utan brautar þar sem að óskemmtilegur gróður tók á móti kylfingnum. AP Tiger Woods heldur áfram að koma á óvart en í gær var það á sjálfum golfvellinum þar sem hann tapaði gegn Dananum Thomas Björn í fyrstu umferð á heimsmótinu í holukeppni í Arizona í Bandaríkjunum. Woods og Björn voru jafnir eftir 18 holur og á fyrstu holu í bráðabana gerði Woods mistök þar sem hann sló lélegt upphafshögg með 3-tré og boltinn endaði endaði langt utan brautar – í eyðimörkinni. Þetta er aðeins í annað sinn sem Woods fellur úr leik í fyrstu umferð heimsmótsins í holukeppni. Aðeins 64 efstu á heimslistanum hófu keppni á þessu móti og er þeim raðað upp í fjóra 16 manna riðla. „Ég klúðraði þessu," sagði Woods í gær en hann leyndi ekki vonbrigðum sínum og var lengi að jafna sig á úrslitunum. Björn, sem er góður vinur Woods, tryggði sér keppnisrétt á mótinu með því að sigra á Katar meistaramótinu á Evrópumótaröðinni fyrr á þessu ári. Þeir ræddu lengi saman á flötinni eftir að úrslitin voru ljós og það var greinilegt að Woods átti erfitt. „Það sem við sögðum á flötinni er einkamál, en ég er á þeirri skoðun að golfið þarf á Tiger Woods að halda," sagði Björn sem mætir Geoff Ogilvy frá Ástralíu í næstu umferð.Tiger Woods slær hér upp úr glompu í Arizona í gær.APWoods, sem er í þriðja sæti heimslistans, hefur ekki náð að vera í hópi 20 efstu á fyrstu þremur mótum ársins 2011. Hann var langt frá sínu besta gegn Björn og klúðraði nokkrum upplögðum færum á flötunum. Englendingurinn Lee Westwood, sem er efstur á heimslistanum, átti ekki í vandræðum með Henrik Stenson frá Svíþjóð en sá leikur endaði 3 /2. Þjóðverjinn Martin Kaymer sem er í öðru sæti heimslistans var ekki lengi að klára sinn leik gegn hinum 19 ára gamla Seung-yul Noh frá Suður-Kóreu. Sá leikur endaði 7 /6. Phil Mickelson, sem er í fjórða sæti heimslistans, rúllaði upp Brendan Jones 6 / 5. Ítalinn Matteo Manassero, sem er aðeins 17 ára gamall, kom gríðarlega á óvart með því að sigra Steve Stricker, 2 /1. Jim Furyk féll einnig úr leik en hann tapaði gegn Ryan Palmer. Alls eru 13 kylfingar frá Bandaríkjunum eftir í keppninni, 13 frá Evrópu, tveir frá Ástralíu, Suður-Afríku og Asíu. Ian Poulter frá Englandi sem hafði titil að verja á þessu móti er úr leik en hann tapaði gegn Stewart Cink á 19. holu. Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods heldur áfram að koma á óvart en í gær var það á sjálfum golfvellinum þar sem hann tapaði gegn Dananum Thomas Björn í fyrstu umferð á heimsmótinu í holukeppni í Arizona í Bandaríkjunum. Woods og Björn voru jafnir eftir 18 holur og á fyrstu holu í bráðabana gerði Woods mistök þar sem hann sló lélegt upphafshögg með 3-tré og boltinn endaði endaði langt utan brautar – í eyðimörkinni. Þetta er aðeins í annað sinn sem Woods fellur úr leik í fyrstu umferð heimsmótsins í holukeppni. Aðeins 64 efstu á heimslistanum hófu keppni á þessu móti og er þeim raðað upp í fjóra 16 manna riðla. „Ég klúðraði þessu," sagði Woods í gær en hann leyndi ekki vonbrigðum sínum og var lengi að jafna sig á úrslitunum. Björn, sem er góður vinur Woods, tryggði sér keppnisrétt á mótinu með því að sigra á Katar meistaramótinu á Evrópumótaröðinni fyrr á þessu ári. Þeir ræddu lengi saman á flötinni eftir að úrslitin voru ljós og það var greinilegt að Woods átti erfitt. „Það sem við sögðum á flötinni er einkamál, en ég er á þeirri skoðun að golfið þarf á Tiger Woods að halda," sagði Björn sem mætir Geoff Ogilvy frá Ástralíu í næstu umferð.Tiger Woods slær hér upp úr glompu í Arizona í gær.APWoods, sem er í þriðja sæti heimslistans, hefur ekki náð að vera í hópi 20 efstu á fyrstu þremur mótum ársins 2011. Hann var langt frá sínu besta gegn Björn og klúðraði nokkrum upplögðum færum á flötunum. Englendingurinn Lee Westwood, sem er efstur á heimslistanum, átti ekki í vandræðum með Henrik Stenson frá Svíþjóð en sá leikur endaði 3 /2. Þjóðverjinn Martin Kaymer sem er í öðru sæti heimslistans var ekki lengi að klára sinn leik gegn hinum 19 ára gamla Seung-yul Noh frá Suður-Kóreu. Sá leikur endaði 7 /6. Phil Mickelson, sem er í fjórða sæti heimslistans, rúllaði upp Brendan Jones 6 / 5. Ítalinn Matteo Manassero, sem er aðeins 17 ára gamall, kom gríðarlega á óvart með því að sigra Steve Stricker, 2 /1. Jim Furyk féll einnig úr leik en hann tapaði gegn Ryan Palmer. Alls eru 13 kylfingar frá Bandaríkjunum eftir í keppninni, 13 frá Evrópu, tveir frá Ástralíu, Suður-Afríku og Asíu. Ian Poulter frá Englandi sem hafði titil að verja á þessu móti er úr leik en hann tapaði gegn Stewart Cink á 19. holu.
Golf Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira