Körfubolti

KFÍ vann Hamar - Aðeins einn Íslendingur spilaði fyrir KFÍ í leiknum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ágúst Björgvinsson og félagar í Hamri hafa heldur betur misst flugið.
Ágúst Björgvinsson og félagar í Hamri hafa heldur betur misst flugið.
Útlendingahersveit KFÍ vann afar mikilvægan sigur gegn Hamri í kvöld í hörkuleik. KFÍ því komið með átta stig og aðeins tveimur stigum á eftir Fjölni sem situr í næstneðsta sæti deildarinnar.

Hamar er aðeins með tveimur stigum meira og þarf að gæta að sér.

Aðeins einn Íslendingur, Ari Gylfason, komst á blað hjá KFÍ í kvöld og skoraði hann tíu stig í leiknum. Hann var reyndar eini Íslendingurinn í liði KFÍ sem fékk að spila í leiknum.

KFÍ-Hamar 86-83

KFÍ: Marco Milicevic 18/9 fráköst, Richard McNutt 13/7 fráköst, Pance Ilievski 12, Craig Schoen 12/6 fráköst, Ari Gylfason 10, Carl Josey 8, Nebojsa Knezevic 7, Darco Milosevic 6/4 fráköst.

Hamar: Darri Hilmarsson 27/6 fráköst, Devin Antonio Sweetney 25/4 fráköst, Svavar Páll Pálsson 11/5 fráköst, Lárus Jónsson 7/5 fráköst, Kjartan Kárason 5, Snorri Þorvaldsson 2, Bjarni Rúnar Lárusson 2, Ragnar Á. Nathanaelsson 2/7 fráköst, Ellert Arnarson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×