Körfubolti

NBA: Hart barist í fyrstu leikjum úrslitakeppninnar

Elvar Geir Magnússon skrifar
Carmelo Anthony skoraði 42 stig fyrir Denver í nótt.
Carmelo Anthony skoraði 42 stig fyrir Denver í nótt.

Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta hófst í nótt með fjórum leikjum. Hinar fjórar rimmurnar hefjast síðan í kvöld eða nótt.

Nýliðinn Brandon Jennings skoraði 34 stig fyrir Milwaukee Bucks sem tapaði fyrir Atlanta 102-92. Fyrirfram var búist við öruggum sigri Atlanta en gestirnir veittu þeim harða keppni.

Boston vann Miami 85-76. Miami byrjaði leikinn betur en heimamenn sýndu sparihliðarnar í þriðja leikhluta og komust í bílstjórasætið. Það var mikill hiti í mönnum og gæti Kevin Garnett hjá Boston átt yfir höfði sér leikbann fyrir að gefa Quentin Richardson olnbogaskot.

Shaquille O'Neal var mættur aftur eftir aðgerð á hendi í lið Cleveland Cavaliers sem vann Chicago Bulls 96-83. Sigur Cleveland var enn öruggari en tölurnar gefa til kynna.

Carmelo Anthony og JR Smith voru í fararbroddi þegar Denver Nuggets lagði vængbrotið lið Utah Jazz 126-113. Sá fyrrnefndi gerði 42 stig í leiknum. Smith var einnig mikilvægur, gerði 18 stig í lokafjórðungnum og þar af voru þrjár þriggja stiga körfur í röð eftir að Utah hafði jafnað leikinn.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×