Körfubolti

Lemstrað lið Boston fær aðeins fimm daga undirbúning

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Pierce í leik gegn Orlando.
Pierce í leik gegn Orlando. GettyImages
Boston Celtics myndi ekki veita af nokkurra daga fríi áður en það mætir Los Angeles Lakers í úrslitum NBA-deildarinnar. Því miður fyrir það hefst rimman strax í þessari viku. Liðið fær aðeins fimm daga til að undirbúa sig en er með nokkra leikmenn lemstraða, til að mynda Rajon Rondo, Glen Davis, Paul Pierce og Rasheed Wallace. Leikmenn liðsins fengu tveggja daga frí eftir að hafa unnið Orlando á föstudaginn. Rimman við Lakers hefst á fimmtudagskvöld. Liðið æfir því líklega bara í þrjá daga, í dag, á morgun og á miðvikudag. "Ég hefði gjarnan viljað fá lengra frí. Ég á við smávægileg meiðsli sem ég hefði viljað laga fyrir leikina. Að hlaupa á Dwight Howard (leikmann Orlando, innsk) hjálpar líkamanum ekkert sérstaklega," sagði Paul Pierce.
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×