Fótbolti

Real Madrid áfram á sigurbraut eftir 3-0 sigur á Espanyol

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu.
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu. Mynd/GettyImages
Real Madrid er komið á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 3-0 sigur á Espanyol á Santiago Bernabeu í kvöld en þrjú rauð spjöld fóru á loft í leiknum.

Cristiano Ronaldo koom Real í 1-0 með mark úr vítaspyrnu sem hann þurfti að taka tvisvar sinnum en Ronaldo skoraði úr þeim báðum.

Pepe, leikmaður Real Madrid fékk sitt annað gula spjald á 60. mínútu en aðeins fjórum mínútum síðar var orðið jafnt í liðum þegar Espanyol-maðurinn Ernesto Galán fékk beint rautt spjald.

Gonzalo Higuaín og Karim Benzema innsigluðu síðan sigurinn í lokin og á lokamínútu leiksins fékk Juan Forlín, leikmaður Espanyol síðan sitt annað gula spjald.

Real Madrid er með 10 stig út úr fyrstu 4 leikjum sínum en þetta var þriðji deildarsigur liðsins í röðö. Valencia er með stigi minna en á leik inni á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×