Sport

Keppnisdagskrá íslenska hópsins hefur riðlast á Ólympíuleikunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenski hópurinn sést hér á opnunarhátíð Ólympíuleikanna fyrir fimm dögum.
Íslenski hópurinn sést hér á opnunarhátíð Ólympíuleikanna fyrir fimm dögum. Mynd/AP
Það hefur orðið miklar breytingar á dagskrá alpagreina á Ólympíuleikunum í Vancouver í Kanada og í framhaldinu af því hefur keppnisdagskrá íslenska hópsins riðlast.

Íslendingar hafa enn ekki rennt sér af stað niður brekkurnar í Whistler og gera það ekki fyrr enn í fyrsta lagi á föstudaginn þegar keppni fer fram í risasvigi karla.

Úrkoma og snjóalög hafa gert keppnisaðstæður erfiðar Whistler og hafa mótshaldarar því þurft að fresta keppnisgreinum.

Íslensku keppendurnir þurfa að taka tillit til þeirra breytinga sem hafa átt sér stað og hafa þeir endurskoðað sína áætlun í samvinnu við þjálfara hópsins. það er þegar i orðið ljóst að íslenski hópurinn keppir í færri greinum en áætlað var.

Það er enn ekki komið á hreint hverjir keppa í risasvigi karla á föstudaginn eða hvort Ísland sendir einn eða tvo keppendur. Eina konan, Íris Guðmundsdóttir, hefur hinsvegar keppnir í risasvigi kvenna daginn eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×