Innlent

Eyjafjallajökull: Nýtt kvikuskot í jöklinum

Eyjafjallajökull heldur áfram að gjósa af fullum krafti næstu daga að því er sérfræðingar segja en ný kvika virðist vera að þrýsta sér upp neðst í kvikurásinni. Á heimasíðu Veðurstofunnar er bent á að aukin jarðskálftavirkni hafi verið undir jöklinum frá því á mánudag. Nákvæm staðsetning skjálftanna sýnir að þeir fyrstu verða djúpt í jörðu, á um 23 km dýpi, en færast síðan upp.

„Þetta bendir að öllum líkindum til þess að ný kvika sé að þrýstast upp neðst í kvikurásinni og ýti við ofanáliggjandi kviku þannig að þrýstingsbreytingin færist upp að yfirborði. Því má búast við að gosið haldi áfram af fullum krafti næstu daga," segir ennfremur.

Dreifing skjálftavirkni í kvikurásinni gefur jafnframt vísbendingar um staðsetningu kvikuhólfsins sem gosið hefur úr síðan 13. apríl, en talið er að það sé á um 3-5 km dýpi, þar sem skjálftar hafa ekki orðið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×