Körfubolti

LeBron James búinn að skipuleggja Free Agency Tour 2010

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James
LeBron James Mynd/GettyImages
LeBron James ætlar að hegða sér eins og vinsæl rokkhljómsveit á tónleikaferðalagi þegar hann í sumar heimsækir NBA-liðin sem hafa áhuga á að fá hann til sín. James er nefnilega búinn að skipuleggja "Free Agency Tour 2010".

Samkvæmt þessum fréttum af því sem er að gerast á bak við tjöldin í herbúðum LeBron James þá ætlar hann greinilega að taka til sín eins mikla athygli og hann getur áður en hann ákveður hvar hann muni spila í NBA-deildinni á næsta ári.

LeBron James er með lausan samning og þó að hann hafi ýjað að því að liðið hans síðustu sjö tímabil, Cleveland Cavaliers, hafi smá forskot á önnur lið þá er líklegast að flestra mati að hann fari til annaðhvort New York Knicks eða Chicago Bulls.

Ferðlagið hefst 1. júlí þegar James má byrja að tala við lið og hann ætla jafnvel að láta hann sérstakan skó fyrir hvern stað. Á þessa skó verður áletrun með dagsetningu heimsóknarinnar. Nike hefur þó ekki tekið vel í þessa hugmynd hans.

Ferðlagið byrjar í New York þar sem hann heimsækir fyrst Knicks og svo New Jersey Nets, þá fer hann til Chicago og ákveður síðan milli þess að heimsækja Heat-liðið í Miami eða að fara til Clippers í Los Angeles. James mun síðan enda þessa sirkusferð í Cleveland.

Það má búast við miklu fjölda fólks á hverjum stað og fjölmiðlarnir munu elta hann út um allt. Þetta verður því eitthvað fyrir egóið hjá LeBron James



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×