Innlent

Fundurinn var mikið bakslag

Ekki náðist árangur á kjarafundi Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og launanefndar sveitarfélaganna í gær.

Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri LSS, segir málið nú liggja allt hjá launanefndinni og fundurinn í gær hafi verið bakslag í kjaradeiluna.

Finnur Hilmarsson, varaformaður LSS, segir öryggismál á menningarnótt nú vera í uppnámi sökum yfirvinnubannsins sem er í gildi.

„Bráðaþjónustunni verður einungis sinnt úr Skógarhlíðinni. Og það er með tilliti til seinkana," segir Finnur. - sv






Fleiri fréttir

Sjá meira


×