Ólafía Þórunn: Sautján ára og búin að vera efst allt mótið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2010 21:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Sigmundur Einar Másson úr GKG eru efst fyrir lokadaginn. Mynd/Stefán Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hefur staðið sig frábærlega á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvelli og er með eins högg forskot fyrir lokahringinn. Ólafía sýndi mikinn styrk í lokin á þriðja hringnum í dag þegar hún lék þrjár síðustu holurnar á tveimur höggum undir pari og náði aftur forustunni í mótinu. Ólafía Þórunn er á samtals fimmtán höggum yfir pari og hefur haldið forystunni alla þrjá hringina en hún var með þriggja högga forskot eftir bæði 18 og 36 holur. Tinna er á 16 höggum yfir pari og Signý á 18 höggum yfir pari. Það stefnir því í spennandi lokahring hjá stúlkunum á morgun. Ólafía Þórunn sagðist ekki vera nægilega ánægð með hringinn í viðtali á heimasíðu Golfklúbbs Kiðjabergs í dag en hún talaði um að hún hafi ekki verið að leika sitt besta golf. „En ég endaði hringinn vel og er ánægð með það. Það er ekkert annað í stöðunni en að reyna að vinna á morgun. Ég veit að ég get gert betur en í dag og ætla mér það. Allar aðstæður voru frábærar í dag, völlurinn og veðrið eins og best verður á kosið," sagði Ólafía Þórunn eftir hringinn. Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR hefur staðið sig frábærlega á Íslandsmótinu í höggleik á Kiðjabergsvelli og er með eins högg forskot fyrir lokahringinn. Ólafía sýndi mikinn styrk í lokin á þriðja hringnum í dag þegar hún lék þrjár síðustu holurnar á tveimur höggum undir pari og náði aftur forustunni í mótinu. Ólafía Þórunn er á samtals fimmtán höggum yfir pari og hefur haldið forystunni alla þrjá hringina en hún var með þriggja högga forskot eftir bæði 18 og 36 holur. Tinna er á 16 höggum yfir pari og Signý á 18 höggum yfir pari. Það stefnir því í spennandi lokahring hjá stúlkunum á morgun. Ólafía Þórunn sagðist ekki vera nægilega ánægð með hringinn í viðtali á heimasíðu Golfklúbbs Kiðjabergs í dag en hún talaði um að hún hafi ekki verið að leika sitt besta golf. „En ég endaði hringinn vel og er ánægð með það. Það er ekkert annað í stöðunni en að reyna að vinna á morgun. Ég veit að ég get gert betur en í dag og ætla mér það. Allar aðstæður voru frábærar í dag, völlurinn og veðrið eins og best verður á kosið," sagði Ólafía Þórunn eftir hringinn.
Golf Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira