Körfubolti

NBA-deildin: Kidd með þrefalda tvennu í sigri Dallas

Ómar Þorgeirsson skrifar
Dirk Nowitzki og Jason Kidd.
Dirk Nowitzki og Jason Kidd. Nordic photos/AFP

Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það vantaði sannarlega ekki spennuna þar sem alls fjórir leikir fóru í framlengingu.

Dallas hélt sigurgöngu sinni áfram með 103-111 sigri gegn Atlanta í framlengdum leik þar sem Jason Kidd og Dirk Nowitzki fóru á kostum.

Nowitzki var stigahæstur með 37 stig en Kidd sýndi snilli sína og var með þrefalda tvennu þar sem hann skoraði 19 stig, tók 16 fráköst og átti 17 stoðsendingar.

Þetta var fyrsta þrefalda tvenna Kidd á tímabilinu en sú hundraðasta og fjórða á ferlinum.

„Þessi þrefalda tvenna var alveg jafn sæt og sú fyrsta sem ég náði í NBA-deildinni. Mér líður frábærlega og að geta þetta ennþá 36 ára gamall er náttúrulega stórkostlegt," sagði Kidd í leikslok í nótt.

Cleveland þurfti einnig framlengingu til að vinna Toronto 118-126 þar sem LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 36 stig.

Þá hafði Chicago betur gegn Portland 115-111 eftir framlengingu og New York vann langþráðan 116-118 sigur gegn Washington og batt þar með enda á átta leikja taphrinu sína.

Úrslitin í nótt:

Atlanta-Dallas 103-11 (e. framlengingu)

Cleveland-Toronto 118-126 (e. framlengingu)

Washington-New York 116-118 (e. framlengingu)

Chicago-Portland 115-111 (e. framlengingu)

Memphis-Charlotte 89-93

Oklahoma City-Minnesota 109-92

Houston-San Antonio 109-104

Denver-Detroit 107-102

Phoenix-LA Clippers 125-112

New Orleans-Orlando 100-93

Sacramento-Utah 103-99

LA Lakers-Philadelphia 99-90







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×