Einkavæðingin var ekki öll á dagskrá 18. febrúar 2010 06:00 Páll Hreinsson Segir leitt að hann geti ekki gefið meira upp að sinni, „en ímyndaðu þér, settu þig í mín spor, að geta ekki sagt orð og hafa verið með þessar upplýsingar í heilt ár!“ Fréttablaðið/pjetur Vissir þættir einkavæðingar bankanna hafa verið á dagskrá rannsóknarnefndar Alþingis, en nefndin reyndi ekki að tæma málaflokkinn. Svo segir Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar. Formaðurinn sagði í viðtali við blaðið hinn 11. júní að nefndin myndi skoða forsendur þess að breytt var um stefnu stjórnvalda í einkavæðingu bankanna og ákveðið var að velja kjölfestufjárfesta. Páll sagði þá að skoðað yrði hvort þetta hefði haft áhrif á það sem síðar varð. Spurður hvort þetta hafi verið gert staðfestir hann að þessi efnisatriði hafi verið á dagskrá til tæknilegrar umfjöllunar. „En nú ertu að spyrja um hvað við höfum skrifað og ég get bara ekki farið út í það,“ segir hann. Ögmundur Jónasson alþingismaður hefur boðað tillögu um sérstaka opinbera rannsókn á einkavæðingu bankanna, hafi nefndin ekki tekið á þessum þætti. Páll segir að Ögmundur sé væntanlega að tala um að allt í sambandi við einkavæðinguna verði „opnað og tæmt“. Ekki sé nema gott eitt að segja um það, hins vegar hafi nefndin bara haft afmarkaða þætti til umfjöllunar. Hann vill ekki svara „einu né neinu“ um hvort mörg andmælabréf, frá þeim tólf sem grunuð eru um mistök eða vanrækslu í aðdraganda hrunsins, hafi borist nefndinni. Um hvort enn sé stefnt að því að skýrslan komi út fyrir mánaðamót, segir hann að engin ákvörðun hafi verið tekin um annað. Síðar um daginn var tilkynnt um að andmælafrestur tólfmenninganna yrði lengdur um fimm daga, til 24. febrúar.- kóþ Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Vissir þættir einkavæðingar bankanna hafa verið á dagskrá rannsóknarnefndar Alþingis, en nefndin reyndi ekki að tæma málaflokkinn. Svo segir Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar. Formaðurinn sagði í viðtali við blaðið hinn 11. júní að nefndin myndi skoða forsendur þess að breytt var um stefnu stjórnvalda í einkavæðingu bankanna og ákveðið var að velja kjölfestufjárfesta. Páll sagði þá að skoðað yrði hvort þetta hefði haft áhrif á það sem síðar varð. Spurður hvort þetta hafi verið gert staðfestir hann að þessi efnisatriði hafi verið á dagskrá til tæknilegrar umfjöllunar. „En nú ertu að spyrja um hvað við höfum skrifað og ég get bara ekki farið út í það,“ segir hann. Ögmundur Jónasson alþingismaður hefur boðað tillögu um sérstaka opinbera rannsókn á einkavæðingu bankanna, hafi nefndin ekki tekið á þessum þætti. Páll segir að Ögmundur sé væntanlega að tala um að allt í sambandi við einkavæðinguna verði „opnað og tæmt“. Ekki sé nema gott eitt að segja um það, hins vegar hafi nefndin bara haft afmarkaða þætti til umfjöllunar. Hann vill ekki svara „einu né neinu“ um hvort mörg andmælabréf, frá þeim tólf sem grunuð eru um mistök eða vanrækslu í aðdraganda hrunsins, hafi borist nefndinni. Um hvort enn sé stefnt að því að skýrslan komi út fyrir mánaðamót, segir hann að engin ákvörðun hafi verið tekin um annað. Síðar um daginn var tilkynnt um að andmælafrestur tólfmenninganna yrði lengdur um fimm daga, til 24. febrúar.- kóþ
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira