Fótbolti

Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi þakkar fyrir sendinguna í markinu.
Lionel Messi þakkar fyrir sendinguna í markinu. Mynd/AP

Það eru fá lið betri að halda boltanum en Barcelona-liðið og þeir sýndu og sönnuðu einstaka samspilsgetu liðsins á móti Getafe í spænsku úrvalsdeildinni um helgina.

Lionel Messi skoraði fyrsta mark liðsins í leiknum eftir frábæra sókn þar sem Barcelona-menn sundurspiluðu og kannski svæfðu varnarmenn Getafe.

Getafe var aðeins boltann 25 prósent af fyrri hálfleiknum og ástæðuna má kannski finna í umræddri sókn sem skilaði Barcelona 1-0 forustu. Barcelona komst í 2-0 í fyrri hálfleiknum og vann leikinn síðan 3-1.

Lionel Messi braut ísinn á 23. mínútu eftir frábæra stoðsendingu frá David Villa en þegar betur var að gáð var sendingin frá Villa sú átjánda í þessari mögnuðu sókn.

Messi, Xavi, Andrés Iniesta, David Villa og Daniel Alves voru allir með í undirbúningi marksins en það má sjá alla sóknina með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×