Innlent

Askan stöðvar allt flug í Norður - Evrópu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lofthelginni yfir Bretlandi hefur verið lokað. Mynd/ Veðurstofa Bretlands.
Lofthelginni yfir Bretlandi hefur verið lokað. Mynd/ Veðurstofa Bretlands.
Til stendur að loka allri lofthelginni yfir Bretlandi klukkan ellefu. Eftir því sem Vísir kemst næst hefur þetta valdið skelfingu hjá flugmálayfirvöldum þar í landi vegna þess að ekki hefur fengist á hreint hvert eigi að senda þær vélar sem fyrirhugað var að yrði flogið um lofthelgina. Kastrup flugvelli verður lokað klukkan sex og lofthelginni þar með lokað.

Eins og fram hefur komið í fréttum í morgun hefur aska frá gosinu Í Eyjafjallajökli haft mikil áhrif á flugumferð í norðanverðri Evrópu. Flugvöllum í London, Heathrow, Gatwick og Stansted hefur verið lokað. Sama má segja um Belfast og Newcastle. Algert flugbann er nú í gildi í Noregi og hefur Gardemoen vellinum í Osló þar með verið lokað. Flugumferð yfir Norður-Svíþjóð hefur verið bönnuð frá því í nótt og búist er við að flugbannið verði stækkað í Svíþjóð þegar líður á morguninn og daginn.

Fréttir af röskunum á flugi í Evrópu hafa verið mest áberandi fréttirnar á öllum helstu fréttamiðlum í Bretlandi í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×