Foreldrar í skólabyrjun 27. ágúst 2010 07:15 Haustin eru heillandi tími. Skólarnir eru að hefja störf að nýju eftir sólríkt sumar. Eftirvænting ríkir meðal skólabarnanna - augnagotur og umhugsun um hvað veturinn muni bera í skauti sér. Það er ekki laust við að foreldrarnir fái líka fiðring í magann, kannski af gömlum vana. Öll viljum við að börnum okkar líði vel í skólanum og námsárangur þeirra sé góður. Rannsóknir sýna að þátttaka foreldra í skólastarfi er áhrifamesti þátturinn þegar kemur að líðan og árangri nemenda. En hvernig tökum við þátt? Sumum foreldrum finnst námsefnið framandi og treysta sér ekki til að aðstoða barnið við heimanám. Það hefur sýnt sig að það er ekki endilega heimanámið sem slíkt sem hefur mest áhrif á námsárangur heldur áhugi foreldra á námsefninu. Mikilvægt er að vera með jákvæðar væntingar og viðhorf til skólastarfsins. Ef við sýnum námi barnsins áhuga og spjöllum um það erum við á réttri leið. Foreldrar eiga ekki að hika við að hafa samband við umsjónarkennara barns síns ef þeim finnst eitthvað óljóst. Þátttaka í félagsstarfi barnanna er ekki síður mikilvæg. Með því að taka þátt í viðburðum á vegum skólans, foreldrafélags eða bekkjar styrkjum við tengslin við skólann, skólafélaga barnanna okkar og aðra foreldra. Að vera bekkjarfulltrúi eða að taka sæti í stjórn foreldrafélags er skemmtileg upplifun og frábært tækifæri til að kynnast umhverfi barnanna enn betur. Með því að taka þátt í skólastarfi eru foreldrar ekki einungis að fá aukna innsýn í skólastarfið heldur einnig að hafa bein jákvæð áhrif á sín eigin börn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Haustin eru heillandi tími. Skólarnir eru að hefja störf að nýju eftir sólríkt sumar. Eftirvænting ríkir meðal skólabarnanna - augnagotur og umhugsun um hvað veturinn muni bera í skauti sér. Það er ekki laust við að foreldrarnir fái líka fiðring í magann, kannski af gömlum vana. Öll viljum við að börnum okkar líði vel í skólanum og námsárangur þeirra sé góður. Rannsóknir sýna að þátttaka foreldra í skólastarfi er áhrifamesti þátturinn þegar kemur að líðan og árangri nemenda. En hvernig tökum við þátt? Sumum foreldrum finnst námsefnið framandi og treysta sér ekki til að aðstoða barnið við heimanám. Það hefur sýnt sig að það er ekki endilega heimanámið sem slíkt sem hefur mest áhrif á námsárangur heldur áhugi foreldra á námsefninu. Mikilvægt er að vera með jákvæðar væntingar og viðhorf til skólastarfsins. Ef við sýnum námi barnsins áhuga og spjöllum um það erum við á réttri leið. Foreldrar eiga ekki að hika við að hafa samband við umsjónarkennara barns síns ef þeim finnst eitthvað óljóst. Þátttaka í félagsstarfi barnanna er ekki síður mikilvæg. Með því að taka þátt í viðburðum á vegum skólans, foreldrafélags eða bekkjar styrkjum við tengslin við skólann, skólafélaga barnanna okkar og aðra foreldra. Að vera bekkjarfulltrúi eða að taka sæti í stjórn foreldrafélags er skemmtileg upplifun og frábært tækifæri til að kynnast umhverfi barnanna enn betur. Með því að taka þátt í skólastarfi eru foreldrar ekki einungis að fá aukna innsýn í skólastarfið heldur einnig að hafa bein jákvæð áhrif á sín eigin börn.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun