Ráðuneytið vissi af skorti á markaðnum 2. desember 2010 04:45 jón bjarnason Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara ehf., hafði samband við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í sumar sökum fyrirsjáanlegs skorts á kjúklingi á markaðnum vegna salmonellusýkingar hjá framleiðendum. Leifur fer fram á það í bréfi sínu, dagsettu 30. júlí síðastliðinn, fyrir hönd Aðfanga og verslana Haga, sem eru eigendur Ferskra kjötvara, að leyfi fyrir auknum innflutningi á kjúklingi verði skoðað innan ráðuneytisins. Leifur ítrekaði beiðni sína 5. ágúst. Að sögn Leifs hafði Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri framleiðslu- og markaðsskrifstofu ráðuneytisins, samband við hann símleiðis í kjölfarið og sagðist hafa athugað stöðuna meðal framleiðenda. Ekki væri að sjá að von væri á skorti á vörunum og því ekki ástæða til að endurskoða innflutningskvóta á erlendum kjúklingi. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að ráðuneytinu hefðu aldrei borist formlegar fyrirspurnir um rýmkun á kvóta né heldur athugasemdir varðandi skort á kjúklingi á markaðnum. Í blaði gærdagsins sagði Jón Bjarnason að innfluttum kjúklingi fylgdi ekki vottorð um að hann væri salmonellufrír. Í reglugerð landbúnaðarráðuneytisins nr. 509/2004 segir hins vegar að allt hrátt innflutt kjöt skuli geyma í frysti í mánuð og því skuli fylgja „opinbert vottorð sem staðfestir að afurðirnar séu lausar við salmonellusýkla.“ „Það er ekki hægt að horfast í augu við þessa vitleysu, hvað sem ráðherra segir,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Öllu innfluttu kjöti fylgir heilbrigðisvottorð og ekkert kemur inn í landið án þess að hafa verið fryst í 30 daga.“ Andrés segir ráðherra vera grímulaust að ganga á hagsmuni neytenda og hann sinni engu um þeirra þarfir. „Það eina sem honum gengur til er að vernda hagsmuni innlendra framleiðenda. Þeir hafa hvað eftir annað átt við salmonellusýkingar, sem leiða svo til þess að framleiðendur geta ekki sinnt þörfinni á markaðnum,“ segir hann. Hvorki náðist í Jón Bjarnason né Ólaf Friðriksson við vinnslu fréttarinnar. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara ehf., hafði samband við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í sumar sökum fyrirsjáanlegs skorts á kjúklingi á markaðnum vegna salmonellusýkingar hjá framleiðendum. Leifur fer fram á það í bréfi sínu, dagsettu 30. júlí síðastliðinn, fyrir hönd Aðfanga og verslana Haga, sem eru eigendur Ferskra kjötvara, að leyfi fyrir auknum innflutningi á kjúklingi verði skoðað innan ráðuneytisins. Leifur ítrekaði beiðni sína 5. ágúst. Að sögn Leifs hafði Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri framleiðslu- og markaðsskrifstofu ráðuneytisins, samband við hann símleiðis í kjölfarið og sagðist hafa athugað stöðuna meðal framleiðenda. Ekki væri að sjá að von væri á skorti á vörunum og því ekki ástæða til að endurskoða innflutningskvóta á erlendum kjúklingi. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið í fyrradag að ráðuneytinu hefðu aldrei borist formlegar fyrirspurnir um rýmkun á kvóta né heldur athugasemdir varðandi skort á kjúklingi á markaðnum. Í blaði gærdagsins sagði Jón Bjarnason að innfluttum kjúklingi fylgdi ekki vottorð um að hann væri salmonellufrír. Í reglugerð landbúnaðarráðuneytisins nr. 509/2004 segir hins vegar að allt hrátt innflutt kjöt skuli geyma í frysti í mánuð og því skuli fylgja „opinbert vottorð sem staðfestir að afurðirnar séu lausar við salmonellusýkla.“ „Það er ekki hægt að horfast í augu við þessa vitleysu, hvað sem ráðherra segir,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. „Öllu innfluttu kjöti fylgir heilbrigðisvottorð og ekkert kemur inn í landið án þess að hafa verið fryst í 30 daga.“ Andrés segir ráðherra vera grímulaust að ganga á hagsmuni neytenda og hann sinni engu um þeirra þarfir. „Það eina sem honum gengur til er að vernda hagsmuni innlendra framleiðenda. Þeir hafa hvað eftir annað átt við salmonellusýkingar, sem leiða svo til þess að framleiðendur geta ekki sinnt þörfinni á markaðnum,“ segir hann. Hvorki náðist í Jón Bjarnason né Ólaf Friðriksson við vinnslu fréttarinnar. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira