Körfubolti

NBA: Denver fór illa með Dallas

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carmelo Anthony.
Carmelo Anthony.

Það var mikið um að vera í NBA-deildinni í nótt en þá voru alls spilaðir 11 leikir. Dallas fór af Vesturströndinni í heimsókn til Denver.

Það reyndist of erfitt enda slátraði Denver leiknum. Denver þar með komið með þriggja leikja forskot á Dallas og það skiptir verulegu máli miðað við það hvernig deildin er að spilast. Liðin mættust í úrslitakeppninni í fyrra og þá gerði heimavöllurinn í oddaleiknum útslagið.

Carmelo Anthony snéri aftur í lið Denver eftir að hafa misst af síðustu átta leikjum vegna meiðsla. Hann gat haft tiltölulega hægt um sig því Denver var með tak á leiknum allan tímann.

Sex leikmenn Denver voru með tvöfalda tvennu og Chris Andersen pakkaði Dirk Nowitzki saman en hann hitti aðeins úr 5 af 17 skotum sínum.

Úrslit næturinnar:

Charlotte-Washington  94-92

Cleveland-NJ Nets  104-97

Indiana-Chicago  101-109

Philadelphia-Minnesota  119-97

Miami-Houston  99-66

NY Knicks-Sacramento  114-118

Memphis-Atlanta  94-108

Milwaukee-Detroit  81-93

Denver-Dallas  127-91

Portland-Oklahoma  77-89

LA Clippers-Utah  99-109

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×