Innlent

Villtar kanínur í Elliðaárdalnum - myndband

Breki Logason skrifar

Hoppandi kátar kanínur hafa lengi verið eitt af aðalsmerkjum Elliðaársdalsins, en óvenju mikið er af þessum krúttlegu greyjum þar í sumar. Vandamál segja sumir en aðrir líta á það sem forréttindi að hafa þær í bakgarðinum.

Í samtali við Fréttastofu í dag sagði framkvæmdarstjóri Heilbrigðiseftirlitsins að vissulega fylgdu kanínunum vandamál. Starfsmenn borgarinnar hefðu til að mynda þurft að hirða upp kanínuhræ, en þær ættu það til að hlaupa út á Breiðholsbrautina. Reykjavíkurborg hafi nýlega fengið undanþágu frá Umhverfisráðuneytinu til að veiða kanínur í borgarlandinu, en ekki stæði til í að gera átak í því.

Flestar kanínurnar í dalnum halda sig við þetta hús, en þegar okkur bar að garði í dag hafði íbúi þar lítinn áhuga á að ræða við fjölmiðla. Sagði hann ágang borgarbúa mikinn, fólk kæmi á öllum tímum sólarhringS og það myndi oft á tíðum skapa ónæði.

Í samtali við fréttastofu síðar í dag sagðist annar íbúi í húsinu hinsvegar líta á það sem forréttindi að búa með þessum yndislegu dýrum. Þeir hafi aldrei keypt kanínu, og myndu ekki líta á þær sem sína eign. Það væri hinsvegar hryllileg tilhugsun ef fara ætti í að drepa kanínurnar.Hann sagðist finna mikinn mun á gróðrinum í kringum húsið. Þetta væru vænstu skinn sem myndu gleðja börn jafnt sem fullorðna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×