Körfubolti

NBA: Sigurkarfa Kobe Bryant endaði þriggja leikja taprinu Laker

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant sést hér eftir sigurkörfu sína í nótt.
Kobe Bryant sést hér eftir sigurkörfu sína í nótt. Mynd/AP
Kobe Bryant tryggði Los Angeles Lakers 109-107 sigur á Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta þegar hann skoraði sigurkörfu leiksins 1,9 sekúndum fyrir leikslok. Toronto-liðið var yfir stærsta hluta leiksins en Lakers-menn komu sterkir inn í fjórða leikhluta með Bryant í fararbroddi.

Kobe Bryant skoraði 14 af 32 stigum sínum í fjórða leikhluta, Andrew Bynum var með 22 stig og Pau Gasol bætti við 17 stigum og 9 fráköstum. Chris Bosh skoraði 22 stig fyrir Toronto og Andrea Bargnani var með 21 stig.

Ástralinn Andrew Bogut var með 25 stig og 17 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 86-84 sigur á Boston Celtics. Carlos Delfino skoraði 19 stig fyrir Milwaukee en Rajon Rondo var með 20 stig fyrir Boston.

Stephen Jackson var með 17 stig og Raymond Felton skoraði 15 stig og gaf 11 stoðsendingar þegar Charlotte Bobcats vann mikilvægan 83-78 sigur á Miami Heat í baráttunni um sæti inn í úrslitakeppnina. Dwyane Wade var með 37 stig fyrir Miami en þessi tvö lið eru nú í harðri baráttu við Chicago Bulls um síðustu sætin inn í úrslitakeppnina.

Deron Williams var með 28 stig og 17 stoðsendingar þegar Utah Jazz vann 132-108 sigur á Chicago Bulls en Derrick Rose var með 25 stig og 13 stoðsendingar í uppgjöri þessara öflugu leikstjórnenda.

Dwight Howard var með 22 stig og 15 fráköst þegar Orlando Magic vann 113-87 sigur á Los Angeles Clippers en þetta var sjötti sigur liðsins í röð.

Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:

Charlotte Bobcats-Miami Heat 83-78

Indiana Pacers-Philadelphia 76Ers 107-96

Orlando Magic-Los Angeles Clippers 113-87

Washington Wizards-Houston Rockets 88-96

Chicago Bulls-Utah Jazz 108-132

Milwaukee Bucks-Boston Celtics 86-84

Portland Trail Blazers-Sacramento Kings 88-81

Los Angeles Lakers-Toronto Raptors 109-107



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×